Forstöðumaður upplýsingatækni - Eimskip

Eimskip leitar að öflugum stjórnanda til að leiða þróun og rekstur upplýsingatækni félagsins. Upplýsingatækni er mikilvægur þáttur í framþróun og stefnu félagsins og framundan eru margþætt og spennandi verkefni sem styðja m.a. við aukna sjálfvirkni og skilvirkni verkferla. 

Um er að ræða alþjóðlegt starfsumhverfi þar sem verkefni upplýsingtækni eru unnin þvert á samstæðuna og snerta skrifstofur og dótturfélög Eimskips um allan heim.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Stefnumótun og þróun á sviði upplýsingatækni
 • Yfirumsjón og stýring verkefna
 • Ábyrgð á samningum við birgja og samstarfsaðila
 • Dagleg stjórnun upplýsingatæknideildar
   

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði verkfræði, tölvunarfræði eða tengdum greinum
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
 • Samningatækni
 • Stjórnunarreynsla og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Skipulagshæfileikar, frumkvæði og metnaður
 • Þekking og reynsla af rekstri upplýsingatæknikerfa 
   

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.

Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki á Norður-Atlantshafi með tengingar við alþjóðlega markaði og sérhæfingu í flutningsmiðlun um allan heim, með þá framtíðarsýn að vera framúrskarandi í flutningalausnum og þjónustu.

Eimskip var stofnað árið 1914 og er með hlutabréf sín skráð á Nasdaq Iceland. Félagið rekur 63 starfsstöðvar í 20 löndum í fjórum heimsálfum, er með 22 skip í rekstri og hefur á að skipa um 1.790 starfsmönnum
 

Upplýsingar veita:

Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is

 

Umsóknarfrestur til: 17. október 2017
Sækja um