Tollskjalagerð - TVG ZIMSEN

TVG-Zimsen er traust og metnaðarfullt fyrirtæki í örum vexti.

Við hjá TVG-Zimsen leggjum okkur fram við að bjóða upp á bestu

mögulegu þjónustu sem völ er á.

Hjá TVG-Zimsen starfa um 50 hæfileikaríkir starfsmenn með viðamikla

reynslu í flutningsbransanum og er reyndur fagmaður í hverri stöðu.

Starfsandinn okkar er framúrskarandi og liðsheildin skiptir okkur höfuðmáli.

 

Tollskjalagerð

TVG-Zimsen leitar að kraftmiklum og nákvæmum einstaklingi í starf þjónustufulltrúa í tollskjalagerð.

Viðkomandi þarf að vera stundvís, skipulagður í vinnubrögðum, hafa frumkvæði, metnað til að ná árangri og veita framúrskarandi þjónustu.

Starfssvið

  • Tollskýrslugerð
  • Upplýsingagjöf og ráðgjöf til viðskiptavina
  • Samskipti við tollayfirvöld

Hæfniskröfur

  • Haldbær reynsla af tollskjalagerð er skilyrði
  • Námskeið í tollmiðlun frá Tollskóla ríkisins er æskilegt
  • Talnagleggni og nákvæm vinnubrögð
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Óskað er eftir að starfsferlisskrá og kynningarbréf fylgi með umsókninni.

Upplýsingar veitir Inga Steinunn Arnardóttir inga@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 21. ágúst 2018
Sækja um