Stöðvarstjóri - Gámaþjónustan

Gámaþjónustan óskar eftir að ráða kraftmikinn og drífandi stöðvarstjóra til að sinna daglegum rekstri flokkunar- og umhleðslustöðvar Gámaþjónustunnar að Berghellu 1 í Hafnarfirði. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á umhverfismálum, endurvinnslu og endurnýtingu. Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst frumkvæðis og metnaðar.
 

Helstu verkefni:

 • Stýring daglegra verkefna og mönnun starfsstöðvar
 • Umsjón með lóð, skipulagi og viðhaldi s.s. girðinga og húsakosta
 • Lagerumsjón
 • Umsjón með skrifstofuhúsnæði og tækjakosti
 • Samskipti við verktaka og þjónustuaðila
 • Gerð vinnsluferla í samráði við rekstrarstjóra
 • Mannauðsmál s.s. ráðningar, fræðsla, vaktaplön
 • Innkaup

 

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af stjórnunarstarfi og/eða verkstýringu
 • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
 • Vinnuvélaréttindi, meirapróf er kostur
 • Frumkvæði, dugnaður og fagmennska í starfi
 • Framúrskarandi samskiptafærni og ríkur samstarfsvilji
 • Þjónustulund
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Hjá Gámaþjónustunni starfa um 250 manns víðsvegar um landið við að veita fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála almennt, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Um langt skeið hefur Gámaþjónustan lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina.


Upplýsingar veitir:
Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 21. maí 2019
Sækja um