Starfsmaður - mötuneyti

Fyrirtæki í Reykjavík er að leita eftir áhugasömum einstaklingi til að vinna við matseld í mötuneyti félagsins.  Mötuneytið sér um að útbúa hádegismat fyrir 100-140 manns á degi hverjum og er kappkostað að elda út hágæða hráefni ásamt því að lágmarka matarsóun eins og hægt er. 

Helstu eiginleikar sem viðkomandi þarf að hafa:

 • Áhugi á matseld
 • Frumkvæði
 • Sjálfstæð vinnubrögð
 • Góðir samskiptahæfileikar
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Jákvæðni og þjónustulund
 • Metnaður til að ná árangri í starfi

Skilyrði sem sett eru fyrir starfið:

 • Reyklaus
 • Reynsla af vinnu við matseld

 

Helstu verkefni og skyldur

 • Skipuleggja matseðil
 • Elda hádegisverð alla virka daga
 • Panta inn vörur og taka á móti þeim
 • Halda eldhúsi, eldhústækjum ásamt kæli-, og frystiskápum hreinum
 • Frágangur eftir mat
 • Önnur tilfallandi verkefni sem heyra undir mötuneyti félagsins

Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst n.k.

Upplýsingar um starfið veitir Rannveig J. Haraldsdóttir. 

 

Umsóknarfrestur til: 19. ágúst 2018
Sækja um