Starfsmaður í iðgjalda- og lífeyrisdeild - Almenni Lífeyrissjóðurinn

Almenni lífeyrissjóðurinn óskar eftir starfsmanni í iðgjalda- og lífeyrisdeild sjóðsins. Um er að ræða fullt starf sem felst m.a. í samskiptum við sjóðfélaga og vinnuveitendur sem greiða til sjóðsins, innheimtu iðgjalda og vinnu við lífeyrisúrskurði.

Starfssvið

  • Samskipti við sjóðfélaga og vinnuveitendur
  • Afgreiðsla lífeyrisúrskurða
  • Innheimta iðgjalda
  • Almennar afstemmingar
  • Önnur tilfallandi verkefni

 

Hæfniskröfur

  • Viðskiptafræðimenntun eða önnur sambærileg menntun
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

Upplýsingar veitir:
Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 22. september 2019
Sækja um