Starf í mötuneyti

Fyrirtæki í Hafnarfirði óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti. Vinnutíminn er frá kl. 8-15 á virkum dögum.

Í mötuneytinu starfar yfirmatreiðslumaður og þrír aðrir starfsmenn. Um framtíðarstarf er að ræða og væri æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf fljótlega. 

Starfssvið:

  • Matreiðsla fyrir hádegismat
  • Umsjón með kaffitorgum og salatbar
  • Frágangur og uppvask
  • Veitingar fyrir fundi

Hæfniskröfur:

  • Áhugi á matreiðslu og reynsla af sambærilegu starfi
  • Menntun á sviði matreiðslu eða matartækni æskileg
  • Þjónustulipurð og samskiptafærni
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Gott vald á íslensku

Umsjón með starfinu hafa;
Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is 
Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 18. október 2017
Sækja um