Sölustjóri - Iðnvélar

Iðnvélar ehf óska eftir að ráða til sín öflugan sölustjóra til að starfa í hröðu og krefjandi starfsumhverfi hjá ört vaxandi fyrirtæki.

Starfs- og ábyrgðasvið

 • Ábyrgð á daglegri sölu rekstrarvara
 • Umsjón með sölumönnum
 • Skipulagning söluaðgerða
 • Gerð söluáætlana og eftirfylgni með þeim
 • Gerð mánaðarlegra uppgjöra
 • Önnur verkefni

 

Menntunar og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Árangursrík reynsla af sölustörfum
 • Reynsla af sölustjórnun æskileg
 • Frumkvæði og metnaður
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

Iðnvélar ehf hafa um 40 ára skeið verið einn stærsti aðilinn í innflutningi, sölu og þjónustu á nýjum vélum og tækjum til iðnaðar sem og annarra atvinnugreina og stofnana. Fyrirtækið þjónar bæði tré og járniðnaði og býður fjölbreytt úrval af vélum, vörum og tæknilausnum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórir Þorvarðarson, netfang: thorir@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 23. apríl 2017
Sækja um