Söluráðgjafi - Vaki

Um er að ræða nýja stöðu vegna aukinna verkefna á Íslandi og erlendis. Söluráðgjafi vinnur undir beinni stjórn framkvæmdastjóra og ber ábyrgð á neðangreindum málaflokkum gagnvart honum og upplýsingaflæði til hans.

Helstu verkefni:

  • Sala og ráðgjöf til viðskiptavina
  • Tilboðsgerð og eftirfylgni
  • Skráning pantana og samningagerð
  • Þátttaka í vörusýningum og ráðstefnumMikil samskipti við viðskiptavini víða um heim

Menntun og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Mikill áhugi á sölumennsku
  • Drifkraftur og metnaður
  • Góð færni í talaðri og ritaðri ensku
  • Tölugleggni og nákvæmni

Vaki er framsækið og leiðandi fyrirtæki með áherslu á vöruþróun og sölu á tæknibúnaði fyrir fiskeldi. Vörur Vaka eru þróaðar og framleiddar á Íslandi og seldar í yfir 60 löndum. Starfsmenn eru 30 talsins á Íslandi og 20 starfsmenn starfa í dótturfyrirtækjum Vaka í Chile, Skotlandi og Noregi. Miklar breytingarnar í rekstri fyrirtækisins voru í nóvember síðastliðnum þegar Pentair Aquatic Eco Systems keypti öll hlutabréf í Vaka. Vaki er því orðinn hluti af stóru fyrirtæki sem ætlar sér mikils á fiskeldissviðinu á næstu árum.

Sjá nánar á www.vaki.is
Sjá nánar á www.pentairaes.com

 

 

Umsjón með starfinu hafa:

Þórir Þorvarðarson, thorir@hagvangur.is
Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 23. apríl 2017
Sækja um