Sölumaður í verslun - Rafkaup

Rafkaup er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á lömpum, lampabúnaði og ljósaperum. Markmið félagsins er að vera ávallt í fremstu línu varðandi þjónustu til viðskiptavina sinna, og markaðssetningu á þeirri vöru sem fyrirtækið selur. 
Rafkaup rekur í dag um 500m2 verslun í Ármúla 24 ásamt 200m2 sýningarsal á annarri hæð, þar sem viðskiptavinum er boðin þjónusta og ráðgjöf um val og notkun varðandi lýsingarbúnað.

Í starfinu felast öll almenn verslunarstörf, s.s. sölumennska, vöruframsetning, innkaup, áfylling og fleira. Vinnutími er virka daga frá kl. 09 - 18 og einn til tveir laugardagar í mánuði frá kl. 11 - 16.  Um fullt starf er að ræða, en hlutastarf kemur til greina. 

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af verslunarstörfum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð þjónustulund
  • Gott skipulag
  • Góð íslenska skilyrði

Einungis reyklausir einstaklingar eldri en 25 ára koma til greina og þarf viðkomandi að hafa hreint sakarvottorð.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.

Umsóknarfrestur til: 02. maí 2017
Sækja um