Sölufulltrúar í ýmsar deildir - Bauhaus

BAUHAUS óskar eftir starfsfólki í timburdeild, málningardeild, verkfæradeild, baðland og garðaland. 

BAUHAUS er ein af stærstu verslunarkeðjum á byggingasviði í Evrópu og rekur fleiri en 260 verslanir í 19 löndum. Hjá BAUHAUS er viðskiptavinurinn alltaf í öndvegi, stjórnendur eru virkir og hvetja sitt fólk til dáða.
Opnunartími BAUHAUS er frá kl. 8-19 virka daga og 10-18 um helgar.

 

Hjá BAUHAUS erum við alltaf með viðskiptavininn í fyrsta sæti þar sem markmiðið er að veita sem besta þjónustu. Til að mæta mikilli aukningu viðskiptavina í verslun leitum við nú að kröftugu starfsfólki til að slást í hópinn.

Ef þú ert brosandi og þjónustulundaður einstaklingur með reynslu af sölustörfum, þá erum við að leita að þér.

Störfin fela í sér sölu og ráðgjöf til viðskiptavina.
Umsækjendur þurfa að búa yfir ríkri þjónustulund og mikilli samskiptafærni.

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 20. ágúst 2018
Sækja um