Slökkviliðsstjóri -

Væntanlegt byggðasamlag um brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda óskar eftir að ráða slökkviliðsstjóra. Tilgangur byggðasamlagsins er að að fara með skipulag, yfirstjórn, þjálfun vegna slökkviliða og eldvarnareftirlits á starfssvæðinu. 

Starfssvæðið er Árneshreppur, Dalabyggð, Kaldraneneshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Íbúar á starfssvæðinu eru 1545.

Starfssvið:

 • Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðsins
 • Ábyrgð á faglegri starfsemi slökkviliðsins
 • Úttektir, eldvarnareftirlit og stjórnun aðgerða
 • Stefnumótun og áætlanagerð
 • Samskipti við hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Umsækjandi skal hafa löggildingu sem slökkviliðsmaður skv. 17. gr. laga nr. 75/2000 og/eða hafa starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum
 • Reynsla og/eða haldgóð þekking á stjórnun slökkviliðs æskileg
 • Leiðtogahæfni
 • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
 • Góð almenn  tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.

Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 31. janúar 2019
Sækja um