Skrifstofustjóri skrifstofu stjórnsýslu - Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir öflugum, metnaðarfullum og framsýnum leiðtogum í starf skrifstofustjóra hjá Barnavernd Reykjavíkur. Um er að ræða nýtt stjórnunarstarf í kjölfar skipulagsbreytinga. Leiðarljós Barnaverndar Reykjavíkur er að veita framúrskarandi þjónustu við börn og fjölskyldur í vanda. Hjá Barnavernd starfa hæfir sérfræðingar og lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun, forvarnir og vandaða málsmeðferð. Barnavernd Reykjavíkur starfar í umboði barnaverndarnefndar Reykjavíkur en rekstur Barnaverndar heyrir undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stjórnunarleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi skrifstofunnar
  • Ábyrgð á undirbúningi mála fyrir barnaverndarnefnd
  • Ábyrgð á lögfræðilegri ráðgjöf og stjórnsýslu barnaverndarstarfs
  • Forysta í stefnumótun og umbótastarfi
  • Samskipti og upplýsingagjöf til fjölmiðla, stofnana og almennings

Hæfniskröfur

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði, lögmannsréttindi æskileg
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af stjórnun, breytingastjórnun og umbótastarfi
  • Þekking á stjórnsýslu og skipulagi barnaverndarstarfs
  • Hæfni og reynsla í miðlun upplýsinga

Upplýsingar veita:

Áslaug Kristinsdóttir, aslaug@hagvangur.is
Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hákon Sigursteinsson í síma 664-7752  og tölvupósti hakon.sigursteinsson@reykjavik.is

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.
Velferðarsvið kallar eftir sakavottorðum í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur til: 15. desember 2018
Sækja um