Sérfræðingur í uppgjörum

Öflugt alþjóðlegt tæknifyrirtæki, með höfuðstöðvar á Íslandi, óskar eftir að ráða reyndan sérfræðing til að sinna krefjandi uppgjörsverkefnum

Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Umsjón með samstæðuuppgjöri
 • Uppgjör félaga innan samstæðu og greiningar á þeim
 • Frávikagreiningar á fjárhagsupplýsingum samstæðunnar
 • Samskipti við starfsmenn erlendra dótturfélaga
 • Skýrslugjöf til móðurfélags
 • Umsjón með afstemmingum 

Menntunar og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Mikil reynsla af uppgjörum fjárhagsupplýsinga
 • Reynsla af samstæðuuppgjörum er kostur
 • Drifkraftur og áreiðanleiki í starfi
 • Metnaður til að gera betur og vinna eftir mælikvörðum
 • Mjög gott vald á ensku í ræðu og riti
 • Nákvæm vinnubrögð og færni í hópavinnu

Upplýsingar veitir Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

 

Umsóknarfrestur til: 22. október 2017
Sækja um