Sérfræðingur í hugbúnaðarþjónustu - VALKA

Valka er ört vaxand hátæknifyrirtæki sem þróar, hannar og framleiðir vél- og hugbúnað fyrir fiskvinnslu. Hjá Völku eru margbreytileg störf í boði þar sem hugvit, þekking og kunnátta starfsmanna gegna lykilhlutverki. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá okkur.

Sérfræðingur í hugbúnaðarþjónustu

Við leitum að öflugum liðsmanni í hugbúnaðarteymi sem þróar lausnir fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Starfssvið og ábyrgð:

 • Tæknileg aðstoð og þjónusta á hugbúnaði
 • Gerð leiðbeininga
 • Uppsetning hugbúnaðar og tengds vélbúnaðar hjá viðskiptavinum innanlands og erlendis
 • Þátttaka í stillingum og kvörðunum

Hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla við kerfisstjórnun er kostur
 • Reynsla og kunnátta í Linux er kostur
 • Nákvæmni og öguð vinnubrögð
 • Greiningarhæfni
 • Góðir samskiptahæfileikar
 • Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferlisskrá og kynningarbréf.

Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 26. ágúst 2018
Sækja um