Notendaþjónsta

Við leitum að traustum og þjónustulunduðum starfsmanni til að sinna notendaþjónustu á skemmtilegum vinnustað miðsvæðis í Reykjavík.

Helstu verkefni:

  • Almenn þjónusta varðandi símtæki, tölvur og búnað þeim tengdum
  • Fjarskiptaþjónusta þ.e. farsímar starfsmanna og heimatengingar, VPN aðgangsstýringar
  • Rekstur og þjónusta við prentara, skanna, óværuvarnir og kerfi
  • Aðstoð við innkaup á tölvutengdum búnaði
  • Önnur tilfallandi verkefni

Við leitum eftir aðila sem hefur lokið námskeiðum sem nýtast í starfi s.s. í kerfisstjórn, tölvuumsjón, Microsoft gráðum eða frekari menntun sem tengist starfinu.  Reynsla af notendaþjónustu er kostur en ekki skilyrði.

Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund.

Starfið er tímabundið í 4-6 mánuði en með möguleika á framlengingu. Starfið getur því bæði hentað þeim sem leita að sumarstarfi sem og þeim sem leita að starfi til lengri tíma.


Upplýsingar veitir:
Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

 

Umsóknarfrestur til: 23. apríl 2019
Sækja um