Mannauðs- og fræðslustjóri - Íbúðalánasjóður

Íbúðalánasjóður óskar eftir að ráða mannauðs- og fræðslustjóra. Hlutverk mannauðs- og fræðslustjóra er að efla og þróa mannauð Íbúðalánasjóðs, samskipti og starfsumhverfi starfsmanna og að stuðla að traustri fyrirtækjamenningu sem byggir á gildum sjóðsins: frumkvæði – ábyrgð – samvinna.

Starfssvið:

 • Þróun mannauðsstefnu sjóðsins, innleiðing hennar og eftirfylgni
 • Yfirumsjón með jafnlaunakerfi
 • Ráðgjöf við stjórnendur við innleiðingu árangurs- og ánægjumælikvarða á sviði mannauðsmála
 • Ráðgjöf við starfsfólk og stjórnendur við innleiðingu breytinga innan sjóðsins
 • Ábyrg á gerð, kynningu og framkvæmd fræðsluáætlunar
 • Ráðgjöf til stjórnenda um fræðslu- og endurmenntunaráætlun og til starfsmanna og stjórnenda vegna þjálfunar- og starfsþróunarmála
 • Yfirumsjón með þróun og framkvæmd reglubundins frammistöðumats fyrir starfsmenn og stjórnendur
   

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Haldgóð reynsla af mannauðsstjórnun er skilyrði
 • Reynsla af starfsþróunarverkefnum og breytingastjórnun er kostur
 • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum
 • Leiðtogahæfni, frumkvæði í vinnubrögðum og árangursmiðuð nálgun verkefna

Um fullt starf er að ræða. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamnings ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Íbúðalánasjóður starfar skv. lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál og ber ábyrgð á framkvæmd húsnæðisstefnu stjórnvalda. Mannauðsstefna Íbúðalánasjóðs tekur mið af jafnréttisáætlun.

Upplýsingar veitir: Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is 

Umsóknarfrestur til: 02. október 2018
Sækja um