Húsvörður í Smáralind – Reginn

 

Mörg spennandi verkefni eru framundan hjá Reginn, einu stærsta fasteignafélagi landsins og leitar það því að öflugu og kraftmiklu fólki til að slást í hópinn. Nú óska þau eftir að ráða starfsmann til að annast húsvörslu á einni stærstu fasteign þeirra – Smáralind. Við leitum eftir einstaklingi sem er handlaginn og hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum og lifandi vinnuumhverfi þar sem enginn dagur er eins.

 

Verksvið:

 • Viðhald fasteigna og lóða
 • Umsjón og eftirlit með húskerfum
 • Samskipti við verktaka, þjónustuaðila og leigutaka
 • Uppsetning búnaðar, m.a. í tengslum við viðburði
 • Almenn innkaup og öflun efnis til viðhalds fasteigna

Hæfniskröfur:

 • Sveinspróf í iðngrein eða önnur menntun sem nýtist er kostur.
 • Handlagni, útsjónarsemi og metnaður
 • Reynsla af sambærilegum störfum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta kostur
 • Jákvætt viðmót og þjónustulund
   

Nánari upplýsingar veitir; Gyða Kristjánsdóttir - gyda@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 19. mars 2018
Sækja um