Hugbúnaðarsérfræðingur - Vaki

Starfið felst í að þróa nýjar lausnir á sviði gagnabirtingar og úrvinnslu, ásamt því að gera umbætur á núverandi hugbúnaði.

Helstu verkefni

  • Hönnun, útfærsla og rekstur á hugbúnaðarkerfi fyrir framleiðslustýringu í fiskeldi
  • Umsýsla gagnagrunna og þróun hugbúnaðar til greiningar gagna
  • Þróun á vefsíðu og skýrslugerð
  • Þátttaka í þróunarverkefnum

 

Menntun og hæfniskröfur

  • Háskólapróf í tölvunarfræði eða verkfræði
  • Þekking á vefforritunarmálum, Javascript, C#, SQL með meiru
  • Reynsla af hugbúnaðargerð er mikill kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæði og góðir samskiptahæfileikar

Vaki er framsækið og leiðandi fyrirtæki með áherslu á vöruþróun og sölu á tæknibúnaði fyrir fiskeldi. Vörur Vaka eru þróaðar og framleiddar á Íslandi og seldar í yfir 60 löndum. Starfsmenn eru 30 talsins á Íslandi og 20 starfsmenn starfa í dótturfyrirtækjum Vaka í Chile, Skotlandi og Noregi. Miklar breytingarnar í rekstri fyrirtækisins voru í nóvember síðastliðnum þegar Pentair Aquatic Eco Systems keypti öll hlutabréf í Vaka. Vaki er því orðinn hluti af stóru fyrirtæki sem ætlar sér mikils á fiskeldissviðinu á næstu árum.

Sjá nánar á www.vaki.is
Sjá nánar á www.pentairaes.com

 

 

Umsjón með starfinu hafa:

Þórir Þorvarðarson, thorir@hagvangur.is
Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 23. apríl 2017
Sækja um