Hjúkrunarforstjóri Silfurtúns

Staða hjúkrunarforstjóra Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal er laus til umsóknar. Silfurtún er lítið heimili með 13 íbúum.  Búðardalur er í 160 km fjarlægð frá Reykjavík. Stefnt er að því að viðkomandi hefji störf fljótt. Silfurtún aðstoðar við að útvega hjúkrunarforstjóra húsnæði.

Starfssvið:

  • Hjúkrun
  • Ábyrgð á rekstri, daglegri stjórnun og starfsmannahaldi heimilisins
  • Ábyrgð á faglegri þróun
     

Hæfniskröfur:

  • Hjúkrunarfræðimenntun
  • Stjórnunarreynsla
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og skipulega

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is 

Umsóknarfrestur til: 28. febrúar 2018
Sækja um