Hagfræðingur - Íbúðalánasjóður

Íbúðalánasjóður starfar skv. lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál og ber ábyrgð á framkvæmd húsnæðisstefnu stjórnvalda. Hlutverk Íbúðalánasjóðs er að þjóna íslensku samfélagi með veitingu stofnframlaga og lána, og greiningum á húsnæðismarkaði til þess að stuðla að stöðugleika og auka möguleika almennings á að eignast eða
leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.

Starfsmannastefna Íbúðalánasjóðs tekur mið af jafnréttisáætlun.

Hagfræðingur

Íbúðalánasjóður óskar eftir að ráða öflugan hagfræðing til starfa í hagdeild á húsnæðissviði. Íbúðalánasjóður gegnir mikilvægu hlutverki á sviði húsnæðismála og er ráðherra og öðrum stjórnvöldum til ráðgjafar á því sviði. Meginverkefni hagdeildar ÍLS er að styrkja grunnákvarðanatöku á húsnæðismarkaði. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í störfum og geta miðlað efni sjóðsins til stjórnvalda, fjölmiðla og almennings.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Rannsóknir og greiningar á húsnæðismarkaði
 • Ábyrgð á söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði húsnæðismála
 • Framsetning upplýsinga til stjórnvalda og almennings sem varða húsnæðismál
 • Að fylgjast með þróun á fasteigna- og lánamarkaði
 • Að meta þörf fyrir nýbyggingar og leiguhúsnæði eftir landsvæðum
 • Að meta efnahagslegar aðstæður á húsnæðismarkaði
 • Útgáfa efnis og skýrslugjöf

Hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í hagfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á húsnæðismarkaði
 • Reynsla af greiningarvinnu
 • Reynsla af framsetningu og miðlun upplýsinga
 • Skipulag og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Gott vald á íslensku

Um fullt starf er að ræða. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Upplýsingar veitir Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 24. apríl 2017
Sækja um