Gæðastjóri - Samhentir

Samhentir Kassagerð ehf og Vörumerking ehf óska eftir að ráða til sín öflugan gæðastjóra til að starfa í hröðu og krefjandi umhverfi hjá ört vaxandi fyrirtækjum. Um nýtt starf er að ræða og heyrir gæðastjóri undir framkvæmdastjóra.

Helstu verkefni:
• Stýra gæða og umbótamálum félaganna
• Þróun og innleiðing á vottuðu gæðakerfi
• Utanumhald á gæðavottorðum, úttektum
   viðskiptavina og eftirlitsaðila
• Umsjón með umhverfismálum félaganna
• Samskipti við viðskiptavini og birgja

Hæfnikröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af sambærilegu starfi skilyrði
• Reynsla úr framleiðsluumhverfi æskileg
• Mjög góð tölvukunnátta
• Frumkvæði og drifkraftur
• Framúrskarandi samskiptahæfni

 

Nánari upplýsingar um starfið veita:

Elísabet Sverrisdóttir. Netfang: elisabet@hagvangur.is

Geirlaug Jóhannsdóttir. Netfang:  geirlaug@hagvangur.is

 

Samhentir Kassagerð ehf er 20 ára á þessu ári. Starfsemin felst í innflutningi og sölu á umbúðum,
rekstrarvörum og vélbúnaði til pökkunar. Viðskiptavinir eru í sjávarútvegi, iðnaði, kjötvinnslu og verslun
tengdri matvöru. Fjöldi starfsmanna í dag er um 37.
Vörumerking ehf er að fullu í eigu Samhentra Kassagerð ehf. Starfsemin felst í framleiðslu á límmiðum,
állokum, lyfjaáli, dósa- og flöskumiðum, plastkortum og ýmsu fleiru. Félagið er stofnað 1962, en
Samhentir Kassagerð ehf kaupa félagið 2012. Fjöldi starfsmanna er um 38.
Starfsemi beggja félaga er í Suðurhrauni 4, Garðabæ og söluskrifstofa að Furuvöllum 3, Akureyri.

Umsóknarfrestur til: 27. mars 2017
Sækja um