Fulltrúi í þjónustuveri - VIRK

Við leitum að lausnamiðuðum og þjónustulunduðum fulltrúa til starfa við þjónustuver á upplýsingatæknisviði VIRK. Um nýtt starf er að ræða og kemur viðkomandi til með að taka þátt í mótun á nýju þjónustuveri.

Starfs- og ábyrgðarsvið
• Þjónusta og leiðsögn við starfsfólk VIRK, ráðgjafa, fagaðila og einstaklinga í þjónustu
• Símsvörun og netspjall
• Aðkoma að innleiðingu á nýju upplýsingakerfi VIRK
• Umbótastarf
• Önnur verkefni

Menntunar- og hæfnikröfur
• Mjög góð tækni- og tölvuþekking
• Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
• Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
• Lausnamiðað og jákvætt viðhorf
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Frumkvæði og hugmyndaauðgi
• Gott vald á íslensku

Upplýsingar veita:
Leifur Geir Hafsteinsson, leifurgeir@hagvangur.is
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

 

Umsóknarfrestur til: 03. júní 2017
Sækja um