Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni - Isavia

Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

Isavia leitar að leiðtoga til að taka við nýrri stöðu framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni.  Viðkomandi þarf að hafa reynslu af stjórnun og góða þekkingu á rekstri og viðskiptum. 

Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni kemur til með að leiða þróun stafrænna lausna til að bæta þjónustu við viðskiptavini og auka skilvirkni í rekstri félagsins með hliðsjón af stefnu og markmiðum Isavia.  Framkvæmdastjóri vinnur náið með öðrum sviðum Isavia við að greina stafræn tækifæri.

Framkvæmdastjóri ber einnig ábyrgð á þróun og rekstri núverandi upplýsingakerfa Isavia.

Svið stafrænnar þróunar og upplýsingatækni er breytingarafl í stafrænni vegferð og
upplýsingatæknimálum Isavia.

Framkvæmdastjóri heyrir beint undir forstjóra, situr í framkvæmdastjórn félagsins
og tekur þátt í stefnumótun þess og innleiðingu stefnu.


Um er að ræða einstakt tækifæri til að leiða umbyltingu í stafrænni þróun og
upplýsingatæknimálum Isavia til framtíðar.

Helstu verkefni

  • Leiða stafræna þróun og umbyltingu Isavia
  • Þróa nýjar stafrænar lausnir og þjónustur
  • Taka þátt í stefnumótun og markmiðasetningu Isavia
  • Bera ábyrgð á rekstri tölvukerfa og stafrænna lausna

Hæfniskröfur

  • Afburða leiðtogahæfni og reynsla af stjórnun og rekstri nauðsynleg
  • Mikil samskiptahæfni og metnaður
  • Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og nýsköpun
  • Víðtæk reynsla og þekking á viðskiptum og stafrænni vöruþróun

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð.  Nánari upplýsingr er að finna á Isavia.is.

Nánari upplýsingar veita:
Katrín S. Óladóttir,  katrin@hagvangur.is

Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is.

Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið.  Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.  


Athygli er vakin á því að þegar smellt er á "Sækja um" hér fyrir neðan þá færist þú yfir á umsóknarsíðu Isavia og fara umsóknir í gegnum þá síðu.

 

Umsóknarfrestur til: 15. desember 2019
Sækja um