Framkvæmdastjóri - Vesturferðir

Framkvæmdastjóri óskast

Ferðaskrifstofan Vesturferðir er öflugasti ferðaskipuleggjandi Vestfjarða. Vesturferðir eru í eigu 60 ferðaþjónustufyrirtækja og einstaklinga og vinnur náið með bæði íslenskum og erlendum ferðaþjónustuaðilum.

Vesturferðir eru með skrifstofu á Ísafirði og gert er ráð fyrir að framkvæmdastjóri búi á norðanverðum Vestfjörðum.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er nauðsynleg
  • Reynsla af stjórnun sérstaklega á sviði ferðaþjónustu er afar æskileg
  • Reynsla af erlendu markaðs- og kynningarstarfi er æskileg
  • Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar með áherslu á frumkvæði, samskiptahæfni og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslensku – og enskukunnátta er nauðsynleg

Starfssvið:

  • Dagleg stjórnun og yfirumsjón með starfsemi fyrirtækisins
  • Stefnumótun, áætlanagerð, vöruþróun í samráði við ferðaþjónustu á svæðinu
  • Skipulagning og þátttaka í markaðssetningu, samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila
  • Önnur verkefni í samráði við stjórn

Upplýsingar veitir Guðjón Svansson gudjon@hagvangur.is

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is ásamt kynningarbréfi og öðrum fylgiskjölum

Umsóknarfrestur til: 20. ágúst 2017
Sækja um