Framkvæmdastjóri hlutastarf- Gáski

Gáski sjúkraþjálfun óskar eftir að ráða drífandi framkvæmdastjóra í 50% starf.  Vinnutíminn getur verið sveigjanlegur. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri, tekur virkan þátt í stefnumótun með stjórn félagsins og er í miklum samskiptum við starfsmenn, verktaka, viðskiptavini og þjónustuaðila.  Um fjölbreytt og skemmtilegt starf er að ræða í lifandi umhverfi þar sem reynir á skipulag, samskipti og færni í rekstri.

Verkefni:

 • Daglegur rekstur
 • Fjármála- og starfsmannastjórnun
 • Samningagerð og eftirfylgni með samningum
 • Umsjón markaðsmála og vefsíðu
 • Regluleg samskipti m.a. við stjórn, starfsmenn og viðskiptavini
 • Önnur tengd verkefni
   

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun tengd viðskiptum og rekstri
 • Þekking og reynsla á heilbrigðissviði er kostur
 • Reynsla af rekstri og stjórnun
 • Mikil færni í mannlegum samskiptum
 • Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
 • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í störfum

Gáski er einkarekið sjúkraþjálfunarfyrirtæki sem er með þrjár starfsstöðvar (Bolholt, Ármúli, Mjódd).

Hjá fyrirtækinu starfa 28 sjúkraþjálfarar sem verktakar auk starfsmanna í afgreiðslu og ræstingum. 

 

Umsjón með starfinu hefur Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 27. mars 2017
Sækja um