Framkvæmdastjóri - Allianz

Allianz Ísland hf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra fyrir félagið.

Allianz opnaði skrifstofu á Íslandi í desember 1994 og býður Íslendingum persónutryggingar, þ.e. líf- og lífeyristryggingar, slysatryggingar og heilsu- og sjúkdómatryggingar í gegnum Allianz Lebensversicherung AG og Allianz Versicherung AG í Þýskalandi. Frá árinu 2002 hefur félagið haft heimild Fjármálaráðherra til að bjóða hérlendis upp á samninga um viðbótarlífeyrissparnað, í samræmi við ákvæði laga. Hjá félaginu starfa 13 starfsmenn auk sex sjálfstætt starfandi ráðgjafa og þriggja tryggingamiðlana.

Starfssvið

 • Ábyrgð á daglegum rekstri
 • Stjórnun starfsmanna og uppbygging fyrirtækjamenningar
 • Samræming verkferla, vinnubragða og stjórnun breytinga
 • Áætlanagerð og kostnaðareftirlit
 • Samskipti við viðskiptavini, eftirlitsaðila og hagaðila
 • Virk þáttaka í mótun framtíðarsýnar og stefnu fyrirtækisins
 • Fylgja eftir stefnu og ákvörðunum stjórnar
 • Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg
 • Reynsla af sölumennsku æskileg
 • Leiðtogahæfni og færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
 • Góð enskukunnátta nauðsynleg

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Upplýsingar veita
Katrín S. Óladóttir - katrin@hagvangur.is
Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 18. mars 2018
Sækja um