Fræðslu- og upplýsingafulltrúi - Ríkissáttasemjari

Laust er til umsóknar starf fræðslu- og upplýsingafulltrúa hjá ríkissáttasemjara.
Viðkomandi heyrir beint undir ríkissáttasemjara.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Fjölbreytt reynsla af störfum með aðilum vinnumarkaðar og þekking á skipulagi vinnumarkaðar
 • Góð þekking  og reynsla af þróun og uppbyggingu fullorðinsfræðslu og námskeiðahalds
 • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er æskileg
 • Þekking á Word Press og almenn færni í miðlun upplýsinga og textagerð
 • Mjög góð tök á ensku og góð þekking á Norðurlandamáli er æskileg, bæði í ræðu og riti
 • Reynsla af því að skipuleggja minni og stærri viðburði er æskileg
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar, samvinnuvilji og sjálfstæði í störfu


Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Að hafa umsjón með fræðslustarfsemi ríkissáttasemjara
 • Að hafa umsjón með heimasíðu, fréttaskrifum og miðlun upplýsinga á heimasíðu
 • Að þjónusta sáttafundi
 • Að taka þátt í því ásamt öðrum starfsmönnum embættisins að hrinda starfsáætlun ríkissáttasemjara hverju sinni í framkvæmd
   

Ráðið er í starfið frá og með 1. desember 2018. Um fullt starf er að ræða og um kaup og kjör fer eftir kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 19. nóvember  2018.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.

Frekari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 19. nóvember 2018
Sækja um