Forstöðumaður rekstrardeildar - Póst- og fjarskiptastofnun

Hlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar er að tryggja hagkvæm, örugg og aðgengileg fjarskipti og póstþjónustu og efla virka samkeppni á markaði. Meginþungi starfseminnar eru fjarskipti og tengd mál. Hjá PFS starfa 24 starfsmenn, aðallega sérfræðingar við úrlausn tæknilegra, viðskiptalegra og lagalegra verkefna er tengjast hlutverki stofnunarinnar.

Sjá nánari upplýsingar á www.pfs.is

Póst-og fjarskiptastofnun óskar að ráða í stöðu forstöðumanns rekstrardeildar. Forstöðumaður mun sitja í framkvæmdastjórn og heyrir undir forstjóra stofnunarinnar. Starfið felur í sér áskoranir þar sem stofnunin hefur sett sér metnaðarfull markmið um að bæta skilvirkni og árangur í þjónustu við innri sem ytri viðskiptavini m.a. með beitingu verkferla og upplýsingakerfa.

Meginverkefni rekstrardeildar eru; Fjármál, rekstur og skrifstofuhald, mannauður, gæðamál og gæðaferlar, kynningarmál og almannatengsl, upplýsingatækni, upplýsingakerfi og innra öryggi.

Starfssvið forstöðumanns:

 • Stjórnun og daglegur rekstur
 • Fjármálastjórnun
 • Mannauðsmál
 • Áætlanir
 • Kostnaðareftirlit
 • Innri upplýsingakerfi

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólagráða í viðskiptafræði, rekstrarverkfræði eða sambærilegt nauðsynleg
 • Reynsla af rekstrar- og fjármálastjórnun nauðsynleg
 • Reynsla af skipulagi upplýsingatæknikerfa æskileg
 • Reynsla eða diplómanám í mannauðsstjórnun kostur
 • Leiðtogahæfileikar og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og metnaður til að skapa og þróa framsækið vinnuumhverfi
 • Álagsþol og skipulag í vinnubrögðum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti

PFS hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá stofnuninni.

Umsjón með starfinu hafa Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is  og Sverrir Briem sverrir@hagvangur.is  

Kynningarbréf ásamt ferilskrá fylgi umsókninni þar sem fram koma ítarlegar upplýsingar um menntun, reynslu og fyrri störf. Krafist er sakavottorðs.

 

Umsóknarfrestur til: 28. ágúst 2017
Sækja um