Forstjóri - Íslandspóstur

Starf forstjóra Íslandspósts er laust til umsóknar.

Forstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri og skipuleggur starfsemina í samráði við stjórn. Hann stuðlar að stöðugum umbótum og gegnir lykilhlutverki í aðlögun póstþjónustu að síbreytilegu rekstrarumhverfi.

Forstjóri kemur fram fyrir hönd félagsins eftir því sem við á, svo sem vegna mála er varða rekstur og stöðu fyrirtækisins og samskipti við Póst- og fjarskiptastofnun, forsvarsmenn erlendra póstfyrirtækja og aðra hagsmunaaðila.

Tímamót eru framundan í rekstri póstþjónustu með gildistöku nýrra póstlaga. Breyttar ytri aðstæður skapa ný tækifæri og leitað er eftir öflugum leiðtoga til að leiða fyrirtækið inn í framtíðina.

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Víðtæk reynsla af stjórnun og rekstri
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri
  • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta, enskukunnátta og færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti

Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf sem greinir frá ástæðu umsóknar, rökstuðningi fyrir hæfni í starfið og framtíðarsýn á rekstur fyrirtækisins.

Öllum umsóknum verður svarað.

Íslandspóstur gegnir veigamiklu hlutverki í því að tengja fólk, fyrirtæki og samfélög með því að miðla mikilvægum upplýsingum, gögnum og vörum til allra landsmanna. Íslandspóstur starfar á grundvelli laga um póstþjónustu og er með starfsstöðvar víðsvegar um landið, auk þess að vera í traustri samvinnu við póstfyrirtæki um allan heim.

Umsóknarfrestur til: 23. apríl 2019
Sækja um