Forstjóri - Eimskip

Eimskip óskar eftir að ráða forstjóra. Félagið býður öflugum leiðtoga spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi. Viðkomandi þarf að búa yfir framsýni og krafti til að leiða Eimskip áfram inn í framtíðina.

Forstjóri stýrir daglegum rekstri, mótar stefnu í samráði við stjórn og ber ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá félaginu starfar.

Hæfniskröfur og eiginleikar forstjóra

  • Ótvíræðir leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar
  • Stefnumótandi og árangursmiðuð hugsun
  • Yfirgripsmikil reynsla af rekstri fyrirtækja í alþjóðlegu umhverfi
  • Háskólamenntun
  • Þekking á rekstri skráðra félaga er kostur
  • Kraftur og geta til að skapa sterka liðsheild
  • Mikil færni í mannlegum samskiptum
  • Heiðarleiki og traust orðspor

Nánari upplýsingar
Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is
Katrín S. Óladóttir - katrín@hagvangur.is

Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki á Norður-Atlantshafi með tengingar við alþjóðlega markaði og sérhæfingu í flutningsmiðlun um allan heim, með þá framtíðarsýn að vera framúrskarandi í flutningalausnum og þjónustu.

Eimskip var stofnað árið 1914 og er með hlutabréf sín skráð á Nasdaq Iceland. Félagið rekur 63 starfsstöðvar í 20 löndum í fjórum heimsálfum, er með 21 skip í rekstri og hefur á að skipa um 1800 starfsmönnum.

Umsóknarfrestur til: 16. desember 2018
Sækja um