Fjármálastjóri - 66°Norður

66°Norður leitar að fjármálastjóra til að leiða fjármálasvið félagsins. Félagið rekur í dag 10 verslanir á Íslandi, tvær í Danmörku og netverslun. Auk þess selur félagið vörur í gegnum þriðja aðila til 12 landa. 66°Norður rekur eigin verksmiðjur í Evrópu og starfa tæplega 400 manns hjá félaginu, þar af um 250 erlendis. Framtíðarvöxtur félagsins mun á næstu árum koma frá sölu inn á erlenda markaði.

Hlutverk fjármálastjóra er meðal annars að þróa og vinna með lykilmælikvarða til að hámarka arðsemi eigin fjár. Fjármálastjóri er staðgengill forstjóra og ber ábyrgð á öllum kostnaði félagins.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Dagleg fjárstýring
 • Yfirumsjón með reikningshaldi, kostnaðareftirliti, áhættustjórnun og greiningu
 • Undirbúningur fyrir endurskoðun og ábyrgð á innra eftirliti
 • Gerð spálíkana
 • Vinnsla og framsetning upplýsinga um fjármálastöðu og rekstraruppgjör
 • Skýrslugerð
 • Yfirumsjón með bókhaldi og afstemmingum
 • Samskipti við banka og helstu birgja
 • Upplýsingagjöf til framkvæmdastjóra og stjórnar

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Framhaldsmenntun á sviði viðskipta og fjármála
 • Reynsla af reikningshaldi og fjármálastjórnun
 • Árangursrík stjórnunarreynsla
 • Framúrskarandi samskiptafærni
 • Frumkvæði, metnaður og og fagmennska í starfi
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Góð enskukunnátta

Upplýsingar veitir: Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 27. mars 2017
Sækja um