Fjármál og bókhald - Ice Fish Farm

Fiskeldi Austfjarða – Ice Fish farm leitar að starfsmanni í fjármál og bókhald.

Helstu verkefni eru m.a. bókhald, launavinnsla og skýrslugerð.

 

Hæfniskröfur:

  • Rekstrarmenntun, s.s. viðurkenndur bókari eða viðskiptafræði
  • Að lágmarki 3 ára reynsla af fjármálum og bókhaldi
  • Reynsla af Agresso bókhaldskerfinu væri kostur
  • Norðurlandamál, helst norskukunnátta
  • Sjálfstæð vinnubrögð og talnaglenni
  • Reynsla af Fish talk kerfinu væri kostur
     

Um er að ræða vaxandi fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum með skrifstofu í Borgartúni. Vinnutími er hefðbundinn skrifstofutími með nokkrum sveigjanleika. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 17. október.

 

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.is.  

Umsóknarfrestur til: 17. október 2019
Sækja um