Aðalbókari - Biskupsstofa

Biskupsstofa óskar eftir að ráða aðalbókara.

 

Helstu verkefni:

 • Umsjón og ábyrgð á bókhaldi stofnana og sjóða þjóðkirkjunnar
 • Bókar færslur í fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald og lánardrottnabókhald
 • Mánaðarlegar afstemmingar og undirbúningur fyrir uppgjör
 • Virðisaukaskattsuppgjör og endurkröfuheimild Ríkisstofnana
 • Upplýsingagjöf og skýrslugerð
 • Önnur tengd verkefni

Hæfnikröfur:

 • Mjög góð reynsla af bókhaldi, afstemmingum og uppgjörsvinnu
 • Þekking og reynsla af Oracle æskileg
 • Góð Excel kunnátta
 • Nákvæmni, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
 • Leiðtogahæfileikar og góð samskiptafærni.

 

Launakjör taka mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags.Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun Þjóðkirkjunnar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Rannveig J. Haraldsdóttir, rannveig@hagvangur.is

Þjóðkirkjan vill þróa starfshætti og vinnubrögð á vettvangi safnaða sinna og stofnana sem geri henni kleift að sækja fram með fagnaðarerindið og smíða brýr milli fólks og menningarheima í fjölþættu samfélagi nútímans. Biskupsstofa vill örva rannsóknir á kirkju, trú og lífsskoðunum í samtímanum, stöðu og hlutverki kirkjunnar, og stuðla að þróun kirkjustarfs og þjónustu. Starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar má lesa á kirkjan.is.

 

Umsóknarfrestur til: 30. apríl 2018
Sækja um