Aðalbókari - Agustson ehf.

Sjávarútvegsfyrirtækið Agustson ehf í Stykkishólmi óskar eftir að ráða til sín aðalbókara.

 

Starfssvið:

 • Ábyrgð og umsjón með bókhaldi
 • Uppgjör og afstemmingar
 • Ábyrgð á launabókhaldi
 • Reikningagerð og innheimta
 • Skýrslugerð, s.s. rekstraruppgjör og miðlun upplýsinga til framkvæmdastjóra

 

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Góð bókhaldsþekking og reynsla af bókhaldsstörfum og uppgjörsvinnu
 • Reynsla af Navision er kostur
 • Góð tölvukunnátta
 • Góð enskukunnátta
 • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð samskiptahæfni

 

Nánari upplýsingar veita; 
Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.is 
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

 

Agustson er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var 1933.  Á Íslandi rekur fyrirtækið fjölþætta fiskvinnslu og útgerð, en í Danmörku dótturfyrirtækið Agustson a/s sem samanstendur af 2 vinnslum á fiskafurðum og silungaeldisstöð.

Umsóknarfrestur til: 25. júní 2019
Sækja um