Aðalbókari og tollun

Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki óskar eftir að ráða í starf aðalbókara og tollara.

Ábyrgð: Móttaka reikninga og koma þeim í ferli.  Tollskýrslugerð fyrir allan innflutning fyrirtækisins.

Starfssvið:

Starf aðalbókara felst í að taka við kostnaðarreikningum sem berast fyrirtækinu, merkja þá og koma til samþykktar. Afstemmingar á lánardrottnareikningum og bankareikningum. 

Starf tollara felst í að útbúa tollskýrslur fyrir innfluttar vörur og fylgja eftir til bókunar.  Í starfinu felst einnig að útdeila kostnaðarauka, svo sem kostnað vegna flutnings og móttöku á innfluttar vörur.

Reynsla og/eða menntun sem nýtist í framangreindu starfssviði er nauðsynleg.

Helstu verkefni:

 • Móttaka kostnaðarreikninga, merkja á reikningslykla, deildir og verkefni.
 • Lesa inn rafræna kostnaðarreikninga og merkja
 • Eftirlit með afstemmingu lánadrottna
 • Mánaðarleg afstemming bankareikninga
 • Sjá til að skjölun og frágangur bókhaldsgagna sé í lagi
 • Fylgjast með sendingum til landsins og gerð tollskýrslu
 • Tollafgreiðsla og samskipti við tollayfirvöld
 • Aðflutningsheimildir til MAST
 • Bókun á erlendum reikningum og innflutningskostnaði
 • Úthluta kostnaðarauka niður á vörur
 • Afstemming á erlendum lánadrottnum, tollstjóra og flutningsaðilum.
 • Að hafa umsjón með að samningar um flutningskostnað og aðflutningsgjöld haldi
 • Gerð verðútreikninga

Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 30. apríl 2017
Sækja um