Störf í boði

Gæðafulltrúi

Vegna aukinna umsvifa óskar Akraborg eftir að bæta við sig metnaðarfullum gæðafulltrúa til starfa í verksmiðju sína á Akranesi. Akraborg er öflugt framleiðslufyrirtæki í matvælageiranum. Viðkomandi mun sinna gæðaeftirliti við framleiðslu fyrirtækisins og heyra undir gæðastjóra.

 

Sækja umNánari upplýsingar

Löglærður aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur

Við Héraðsdóm Reykjavíkur eru lausar tvær stöður löglærðra aðstoðarmanna dómara. 

Um er að ræða starf á grundvelli 32. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla.  Til aðstoðar dómurum eru ráðnir lögfræðingar sem fullnægja skilyrðum 2.-.6.tölul. 2.mgr.  29. gr. sömu laga og starfa þeir á ábyrgð dómstjóra. 

Nánari upplýsingar um starfsemi héraðsdómstólanna er að finna á  vef  dómstólanna www. dómstólar.is

Sækja umNánari upplýsingar

Verkefnisstjóri á Þróunarsviði - Landsvirkjun

Landsvirkjun leitar að metnaðarfullum verkefnisstjóra á Þróunarsvið.

Starfið er í umhverfisdeild Þróunarsviðs og felur í sér þátttöku í þróunar og viðhaldsverkefnum Landsvirkjunar með það að markmiði að draga úr áhrifum á umhverfi. Viðkomandi verður leiðandi í mati á umhverfisáhrifum og mun aðstoða við skipulags- og leyfismál. Í starfinu felst einnig að fylgja eftir þeim kröfum sem gerðar eru í umhverfismálum við útboðsgagnagerð og samninga, að skipuleggja umhverfisstjórnun verkefna og vinna að mótvægisaðgerðum.

Sækja umNánari upplýsingar

Rafvirki - Framkvæmdasvið Félagsbústaða

Vegna aukinna umsvifa leitar Fasteignafélagið Félagsbústaðir nú að rafvirkja til starfa á framkvæmdasvið sitt. 

 

Sækja umNánari upplýsingar

Verkefnisstjóri - Framkvæmdasvið Félagsbústaða

Fasteignafélagið Félagsbústaðir leitar að verkefnisstjóra á framkvæmdasvið sitt. Verkefnin framundan eru mörg og fjölbreytt og snúa að verkefnis- og gæðastjórnun byggingaframkvæmda, þróun nýrra fasteignaverkefna og áætlunargerð og eftirfylgni í kringum það.

 

Sækja umNánari upplýsingar

Framkvæmdastjóri - SAF

Samtök ferðaþjónustunnar óska eftir að ráða framkvæmdastjóra.  Starfið er krefjandi og fjölbreytt leiðtogastarf.  Þörf er á öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við að leiða áframhaldandi uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu.  

Sækja umNánari upplýsingar

Framkvæmdastjóri - Allianz

Allianz Ísland hf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra fyrir félagið.

Allianz opnaði skrifstofu á Íslandi í desember 1994 og býður Íslendingum persónutryggingar, þ.e. líf- og lífeyristryggingar, slysatryggingar og heilsu- og sjúkdómatryggingar í gegnum Allianz Lebensversicherung AG og Allianz Versicherung AG í Þýskalandi. Frá árinu 2002 hefur félagið haft heimild Fjármálaráðherra til að bjóða hérlendis upp á samninga um viðbótarlífeyrissparnað, í samræmi við ákvæði laga. Hjá félaginu starfa 13 starfsmenn auk sex sjálfstætt starfandi ráðgjafa og þriggja tryggingamiðlana.

Sækja umNánari upplýsingar

Metnaðarfullur sálfræðingur óskast - Virk

VIRK leitar að reyndum sálfræðingi til að vinna í þverfaglegri teymisvinnu. Starfið felur meðal annars í sér að rýna beiðnir um þjónustu VIRK og taka viðtöl við einstaklinga sem vísað er í þjónustu. Sálfræðingur þarf að geta metið hvað hindrar atvinnuþátttöku hjá einstaklingi og hvernig best er að styðja hann í starfsendurhæfingarferlinu. Sálfræðingur mun einnig koma að öðrum verkefnum innan VIRK sem fela í sér þróun og umbætur á þjónustu.

Sækja umNánari upplýsingar

Sölufulltrúi fyrir öflugt framleiðslufyrirtæki

Öflugt og þekkt framleiðslufyrirtæki óskar að ráða reyndan og metnaðarfullan sölufulltrúa. Viðskiptavinir eru helstu verslanir á stór-Reykjavíkursvæðinu.  Sölufulltrúinn starfar sjálfstætt, greidd eru föst laun og um fullt starf er að ræða.

 

Sækja umNánari upplýsingar

Framkvæmdastjóri - Rafiðnaðarskólinn og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins

Rafiðnaðarskólinn og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins óska eftir að ráða öflugan framkvæmdastjóra. Rafiðnaðarskólinn og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins eru fræðslusetur og sinna sí- og endurmenntun, meistaraskóla og grunnnámi rafiðnaðar. Félögin eru í eigu SART og RSÍ.

Sækja umNánari upplýsingar

Húsvörður í Smáralind – Reginn

 

Mörg spennandi verkefni eru framundan hjá Reginn, einu stærsta fasteignafélagi landsins og leitar það því að öflugu og kraftmiklu fólki til að slást í hópinn. Nú óska þau eftir að ráða starfsmann til að annast húsvörslu á einni stærstu fasteign þeirra – Smáralind. Við leitum eftir einstaklingi sem er handlaginn og hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum og lifandi vinnuumhverfi þar sem enginn dagur er eins.

Sækja umNánari upplýsingar

Innkaupafulltrúi

INNNES ehf. er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins. Mörg vörumerki fyrirtækisins eru landsmönnum að góðu kunn. Innkaupadeild Innnes leitar nú að metnaðarfullum einstaklingi til að slást í hóp sinn. Viðkomandi mun sjá um innkaup og innflutning á ferskvörusviði.

 

Sækja umNánari upplýsingar

Bókhald

Vegna fjölda fyrirspurna leitum við að bókurum fyrir hin ýmsu fyrirtæki.

Sækja umNánari upplýsingar

Sálfræðingur með reynslu óskast

Erum að leita að reyndum sálfræðingum inn í framsækið fyrirtæki sem býr vel að starfsfólki sínu.

Sækja umNánari upplýsingar