Störf í boði

Rekstrarstjóri - Klettur skipaafgreiðsla

Klettur skipaafgreiðsla leitar að rekstrarstjóra.  Rekstrarstjóri verður staðgengill framkvæmdastjóra.  Um fjölbreytt, metnaðarfullt og krefjandi starf er að ræða  hjá rótgrónu og traustu fyrirtæki með góð viðskiptasambönd. 

Sækja umNánari upplýsingar

Skrifstofustjóri - Sjálfsbjargarheimilið

Sjálfsbjargarheimilið veitir hjúkrunar, stuðnings- og endurhæfingarþjónustu fyrir hreyfihamlað fólk.  Bæði er veitt sólarhringsþjónusta og dagþjónusta og fer starfsemin fram í Hátúni 12 í Reykjavík.  Sjálfsbjargarheimilið á því láni að fagna að hafa á að skipa góðum starfsmannahópi sem er fjölbreyttur.  Starfsmenn eru um 70 talsins í rúmlega 50 stöðugildum.    

Skrifstofustjóri

Sjálfsbjargarheimilið óskar eftir að ráða skriftofustjóra til starfa.  Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna krefjandi og fjölbreyttum verkefnum á góðum vinnustað.  Um er að ræða 100% starf. 

Sækja umNánari upplýsingar

Slökkviliðsstjóri - Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar

Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar 100% framtíðarstöðu slökkviliðstjóra Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Slökkviliðsstjóri er yfirmaður slökkviliðsins og er faglegur stjórnandi þess. Hann hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri brunavarnarmála fyrir bæði sveitarfélögin.

Sækja umNánari upplýsingar

Skrifstofustarfsmaður - Verkfræðingafélag Íslands

Verkfræðingafélag Íslands leitar að starfsmanni á skrifstofu. 

Leitað er að öflugum einstaklingi með góða hæfni til að sinna almennum skrifstofustörfum.

 

Sækja umNánari upplýsingar

Ráðningastjóri - Hreint

Hreint efh óskar eftir að ráða ráðningarstjóra. 

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með ríka þjónustulund, sem elskar mannleg samskipti og hefur gaman af því að ráða fram úr hinum ýmsu áskorunum.

Hlutverk/verkefni

 • Umsjón með ráðningum (almennra starfsmanna í ræstingar) fyrir fyrirtækið í heild
 • Utanumhald með lausum verkefnum 
 • Gerð og vöktun ráðningasamninga með tilliti til starfshlutfalls
 • Svarar fyrirspurnum um samninga og kjaramál
 • Auglýsingar vegna starfsmannamála 
 • Tengiliður vegna launamála/gerð vottorða  
 • Skipulag orlofsmála starfsmanna í ræstingum  
 • Fræðsla til nýrra starfsmanna við upphaf starfs
 • Aðkoma að ýmsum starfsmannamálum tengt starfsmönnum í ræstingum

Menntun/hæfniskröfur 

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekkkja samninga og kjaramál 
 • Nákvæm vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt
 • Góð þekking á excel og miklir skipulagshæfileikar
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Drifkraftur og frumkvæði í starfi
 • Hreint sakavottorð
 • Íslenska og enska skilyrði

 

 

Sækja umNánari upplýsingar

Framkvæmdastjóri tæknisviðs - HS Orka

HS Orka leitar að stjórnendum til að leiða fyrirtækið inn í nýja og spennandi tíma

Við leitum að öflugum liðsmanni til að leiða hóp sérfræðinga okkar á tæknisviði við úrlausn og framkvæmd spennandi og umfangsmikilla verkefna. Framundan hjá fyrirtækinu er fjöldi fjárfestingaverkefna sem framkvæmdastjóri tæknisviðs mun leiða, þ.m.t. stækkun Reykjanesvirkjunar og stór framkvæmdaverkefni í orkuverinu Svartsengi.

Sækja umNánari upplýsingar

Fjármálastjóri - HS Orka

HS Orka leitar að stjórnendum til að leiða fyrirtækið inn í nýja og spennandi tíma

Við leitum að fjármálastjóra með viðskiptavit, greiningarhæfni og gagnrýna hugsun, sem mun leiða stefnumótun félagsins og vinna náið með forstjóra og öðrum stjórnendum við að ryðja fyrirtækinu nýjar brautir.

Fjármálastjóri ber ábyrgð á greiningu fjárfestingatækifæra, daglegri fjárstýringu, áætlanagerð og uppgjörum í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Hann sér um fjármögnun og samskipti við innlendar og erlendar fjármálastofnanir ásamt skýrslugjöf og miðlun stjórnendaupplýsinga. Á ábyrgðarsviði fjármálastjóra eru einnig upplýsingatæknimál.

Sækja umNánari upplýsingar

Skrifstofustjóri - Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita

Skrifstofustjóri ber ábyrgð á rekstri og stjórnun skrifstofu embættisins sem staðsett er á Laugarvatni. Skrifstofustjóri starfar sjálfstætt að því að leysa störf sín farsællega og af nákvæmni. Skrifstofustjóri er andlit embættisins gagnvart þeim sem leita eftir upplýsingum eða þjónustu og ber ábyrgð gagnvart stjórn UTU í öllum störfum sínum og ákvörðunum.

Sækja umNánari upplýsingar

Bókhald - Rýni endurskoðun

Rýni endurskoðun ehf. óskar eftir að ráða traustan starfsmann í bókhald. Viðkomandi mun sinna bókhaldi fyrir hin ýmsu fyrirtæki, stór sem smá.

Sækja umNánari upplýsingar

Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar - VIRK

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður í samvinnu við BHM, KÍ og SSF leitar að ráðgjafa í 100% ótímabundna stöðu í starfsstöð BHM sem sinnir öllum háskólamenntuðum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði.

Sækja umNánari upplýsingar

Bókhald

Vegna fjölda fyrirspurna leitum við að bókurum fyrir hin ýmsu fyrirtæki.

Sækja umNánari upplýsingar