Störf í boði

Viltu dýrmæta starfsreynslu?

Ungt fólk með meistaragráðu í hagfræði, viðskiptafræði,  verkfræði og 1-3ja ára starfsreynslu af fjármálamarkaði eiga kost á spennandi störfum hjá nokkrum af öflugustu fyrirtækjum landsins.  

Hafðu samband og við veitum þér meiri upplýsingar

Sækja umNánari upplýsingar

Verkefnastjóri í ferðaþjónustu

Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í miklum vexti leitar að verkefnastjóra í 50-100% starf.

Margvísleg verkefni eru framundan en fyrirtækið starfar um allt land. Helstu fyrirliggjandi verkefni eru:

  • Þróun og uppbygging tjaldþjónustu
  • Koma á fót og hafa umsjón með bílaleigu
  • Þróun og uppbygging gistiheimila
  • Bókhald og áætlanagerð

Sækja umNánari upplýsingar

Sérfræðistörf í boði hjá Virk

Við leitum að sérfræðingum, körlum jafnt sem konum, sem hafa menntun og viðamikla faglega reynslu sem sjúkraþjálfarar, sálfræðingar eða félagsráðgjafar. Sérfræðingar VIRK koma að ákvörðunum í málum einstaklinga í þjónustu VIRK og þurfa að geta haldið utan um krefjandi og flókin verkefni. Þeir þurfa að sýna frumkvæði og taka virkan þátt í þróunarvinnu.

Sækja umNánari upplýsingar

Verkefnastjóri - Endurmenntun Háskóla Íslands

Endurmenntun Háskóla Íslands leitar að öflugum verkefnastjóra í tímabundið starf frá mars - september 2018. Viðkomandi þarf að búa yfir lipurð í samskiptum, skipulagshæfni og vera tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni í síbreytilegu umhverfi. Verkefnastjóri tekur þátt í teymisvinnu á vinnustaðnum. Næsti yfirmaður er þróunarstjóri námskeiða. 

Sækja umNánari upplýsingar

Samskiptastjóri - Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í nýtt starf samskiptastjóra. Samkiptastjóri ber m.a. ábyrgð á að setja upp og innleiða samskiptastefnu stofnunarinnar, framfylgja henni með faglegumvinnubrögðum og nútíma tækni.  Starfið heyrir undir Skrifstofu forstjóra og mun viðkomandi sitja í framkvæmdaráði stofnunarinnar.

Sækja umNánari upplýsingar

Tollamiðlari

Traust fyrirtæki í flutningaþjónustu óskar eftir að ráða tollamiðlara sem lokið hefur  námskeiði í tollmiðlun frá Tollskóla Ríkisins. Reynsla af störfum við toll- og farmskrárgerð er mikill kostur.

Sækja umNánari upplýsingar