Störf í boði

Mannauðsstjóri - Reykjanesbær

Reykjanesbær er fimmta stærsta sveitarfélag á Íslandi með rúmlega 18.000 íbúa. Vöxtur sveitarfélagsins hefur verið fordæmalaus undanfarið og mikið um að vera meðal annars vegna aukinnar flugumferðar og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi miklum vexti. Það eru því spennandi og krefjandi tímar framundan. Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur lausnamiðaðra starfsmanna sem tekst við áskoranir sem þessar með jákvæðu hugarfari. Við ráðningar er ávallt höfð hliðsjón af jafnréttisáætlun og starfsmannastefnu Reykjanesbæjar.

Sækja umNánari upplýsingar

Uppsetning og viðgerðir - Bako Ísberg

Bako Ísberg óskar eftir að ráða til starfa lausnamiðað starfsfólk í uppsetningu og viðgerðir á vörum fyrirtækisins.

Starfið felur í sér samskipti við viðskiptavini sem eru m.a. stóreldhús, mötuneyti, veitingahús og hótel. Í boði er áhugavert framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki sem er vaxandi á sínum markaði. Vinnutími er frá kl. 8.00 – 17.00. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.


 

Sækja umNánari upplýsingar

Sumarstarf með möguleika á framtíðarstarfi

Vegna aukinni umsvifa leitar Smáralindin að fleiru kraftmiklu fólki til að slást í þeirra hóp. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi sumarstarf í hjarta Smáralindarinnar.  Möguleiki er fyrir hendi um áframhaldandi starf í haust.

 

Sækja umNánari upplýsingar

Starf í eldhúsi - Fjármálafyrirtæki

Fjármálafyrirtæki miðsvæðis í Reykjavík óskar eftir að ráða traustan aðila til að hafa umsjón með eldhúsinu í sumar.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og unnið út ágúst. Mögulega býðst viðkomandi áframhaldandi starf eftir sumarið.

Sækja umNánari upplýsingar

Markaðsfólk

Vegna fjölda fyrirspurna leitum við að markaðsfólki fyrir hin ýmsu fyrirtæki.

Sækja umNánari upplýsingar

Bókhald

Vegna fjölda fyrirspurna leitum við að bókurum fyrir hin ýmsu fyrirtæki.

Sækja umNánari upplýsingar