Störf í boði

Framkvæmdastjóri - Allianz

Allianz Ísland hf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra fyrir félagið.

Allianz opnaði skrifstofu á Íslandi í desember 1994 og býður Íslendingum persónutryggingar, þ.e. líf- og lífeyristryggingar, slysatryggingar og heilsu- og sjúkdómatryggingar í gegnum Allianz Lebensversicherung AG og Allianz Versicherung AG í Þýskalandi. Frá árinu 2002 hefur félagið haft heimild Fjármálaráðherra til að bjóða hérlendis upp á samninga um viðbótarlífeyrissparnað, í samræmi við ákvæði laga. Hjá félaginu starfa 13 starfsmenn auk sex sjálfstætt starfandi ráðgjafa og þriggja tryggingamiðlana.

Sækja umNánari upplýsingar

Úttektaraðili - Vottunarstofan Tún

Vottunarstofan Tún auglýsir eftir úttektarmanni/úttektarstjóra.

Um er að ræða úttektir og eftirlit í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnfyrirtækjum sem framleiða matvæli og náttúruvörur samkvæmt alþjóðlegum vottunarreglum um lífrænar og sjálfbærar aðferðir.

Sjá nánar www.tun.is

Sækja umNánari upplýsingar

Verkefnastjóri á fjármálasviði - Biskupsstofa

 

Biskupsstofa óskar eftir að ráða verkefnastjóra á fjármálasvið.

 

Sækja umNánari upplýsingar

Rekstrarstjóri verslunarsviðs - Fríhöfnin

Fríhöfnin óskar að ráða rekstrarstjóra verslunarsviðs.  Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra.  Rekstrarstjóri verslunarsviðs stýrir daglegum rekstri verslana Fríhafnarinnar og ber ábyrgð á að hámarka sölu á hverjum tíma, þjónustu við viðskiptavini og á almennum sölu-markaðs- og rekstrarmálum.

Í boði er leiðandi og krefjandi starf hjá ört vaxandi fyrirtæki sem sinnir fjölbreyttum alþjóðlegum viðskiptamannahópi.  

Sækja umNánari upplýsingar

Verslunarstjóri - Fríhöfnin

Fríhöfnin óskar að ráða öflugan verslunarstjóra til að hafa yfirumsjón með daglegum rekstri verslana.  Meginhlutverk er að hámarka sölu t.d. með réttu vöruvali, útliti verslunar og vöruframstillingum, þjónustu við viðskiptavini, stýringu og dreifingu starfsfólks o.fl. 

Verslunarstjóri er yfirmaður fastra starfsmanna verslunar og heyrir undir rekstrarstjóra verslunarsviðs.  

 

Sækja umNánari upplýsingar

Sviðsstjóri hjúkrunar

Sjálfsbjargarheimilið leitar eftir hjúkrunarfræðingi til starfa. Sviðsstjóri er yfirmaður hjúkrunar og ber faglega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu Sjálfsbjargarheimilisins.

Um er að ræða fullt starf

Sækja umNánari upplýsingar

Verkefnastjóri á sviði markaðs- og sölumála - Endurmenntun Háskóla Íslands

Endurmenntun Háskóla Íslands leitar að verkefnastjóra á sviði markaðs- og sölumála. 

Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði markaðs- og sölumála, s.s. markpóstagerð, vinnslu og viðhald ýmissa gagna o.fl. Einnig þátttöku í teymisvinnu og framþróun sölu- og markaðsmála.

Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni í mótun og geta hafið störf sem fyrst.

Sækja umNánari upplýsingar

Sérfræðingur á rafmagnssvið Olíudreifingar

Olíudreifing óskar eftir að ráða tækni,- iðn, eða verkfræðing á rafmagnssvið tæknideildar félagsins í Reykjavík. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem reynsla af bæði hönnun og verkefnastjórnun nýtist vel.
Um er að ræða fjölbreytt framtíðarstarf og eru bæði kyn hvött til þess að sækja um.

 

Sækja umNánari upplýsingar

Fjármálastjóri - Agustson ehf í Stykkishólmi

Sjávarútvegsfyrirtækið Agustson ehf í Stykkishólmi óskar eftir að ráða fjármálastjóra yfir starfsemina á Íslandi.
Agustson er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var 1933.  Á Íslandi rekur fyrirtækið fjölþætta fiskvinnslu og útgerð, en í Danmörku dótturfyrirtækið Agustson a/s sem samanstendur af 3 vinnslum á fiskafurðum.

Sækja umNánari upplýsingar

Sálfræðingur eða sjúkraþjálfari með reynslu óskast

Erum að leita að reyndum sálfræðingum eða sjúkraþjálfurum inn í framsækið fyrirtæki sem býr vel að starfsfólki sínu.

Sækja umNánari upplýsingar

Vörustjóri sjúkra- og hjúkrunarvara

Kraftmikil  heildverslun óskar eftir að ráða öflugan vörustjóra til að byggja upp nýja deild á sviði sjúkra- og hjúkrunarvara.  Viðkomandi þarf að hafa þekkingu og metnað til að finna nýjar vörur og vera í samskiptum við erlenda birgja.  Kynna og selja vörur til viðskiptavina og fylgja því eftir með kennslu og þjálfun ef þess þarf. 

Leitað er að einstaklingi með skýra framtíðarsýn, kraft og metnað til að ná árangri. 

Sækja umNánari upplýsingar

Hjúkrunarforstjóri Silfurtúns

Staða hjúkrunarforstjóra Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal er laus til umsóknar. Silfurtún er lítið heimili með 13 íbúum.  Búðardalur er í 160 km fjarlægð frá Reykjavík. Stefnt er að því að viðkomandi hefji störf fljótt. Silfurtún aðstoðar við að útvega hjúkrunarforstjóra húsnæði.

Sækja umNánari upplýsingar