Störf í boði

Sport-samfélagsstjóri - OZ

OZ ehf. óskar eftir að ráða Sport-samfélagsstjóra

OZ annast alþjóðlega dreifingu og sölu á aðgangspössum fyrir beinar útsendingar á íþróttaviðburðum. Höfuðstöðvar og þróunarmiðstöð OZ er í Reykjavík og söluskrifstofur í Helsinki, Stokkhólmi og London.

Sækja umNánari upplýsingar

Sölumaður - Ísfell

Ísfell leitar að öflugum sölumanni á vinnufatnaði og rekstrarvörum.

Ísfell er eitt öflugasta fyrirtæki á sviði veiðarfæraþjónustu á Íslandi. Fyrirtækið rekur alhliða heildsölu með útgerðar-, björgunar- og rekstrarvörur að Óseyrarbraut 28 í Hafnarfirði. Að auki rekur Ísfell veiðarfæragerðir á sjö stöðum á landinu.

Sterk staða fyrirtækisins markast helst af góðu úrvali af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart viðskiptavinum og frábæru starfsfólki með góða þekkingu á sviði veiðarfæra, útgerðar-, björgunar- og rekstrarvörur.

Sækja umNánari upplýsingar

Starf í farm- og tollskjalagerð - Thorship

ThorShip óskar eftir að ráða stafsmann í toll- og farmskrágerð.

ThorShip er alhliða þjónustufyrirtæki í fraktflutningum með vikulegar siglingar milli Íslands og meginlands Evrópu. www.thorship.is

Helstu verkefni snúa að farmskrá- og tollskjalagerð ásamt almennri þjónustu við viðskiptavini.

Sækja umNánari upplýsingar

Afgreiðsla í Urðarapóteki

Urðarapótek leitar að starfsmanni til að afgreiða og selja fjölbreyttar vörur í huggulegu apóteki.  Um framtíðarstarf er að ræða.    Vinnutími getur verið sveigjanlegur, allt frá 75-100%.   Skemmtilegt og fjölbreytt starf í góðum hópi starfsmanna.    

 

Sækja umNánari upplýsingar

Fjárhagslegar áhættugreiningar - sérfræðingur með mikla greiningarhæfni og færni í stærðfræði og tölfræði

Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða áhugasaman og metnaðarfullan einstakling í starf sérfræðings í áhættumatsdeild skrifstofunnar. Um er að ræða litla deild sem gegnir mikilvægu hlutverki við úrlausn fjölbreyttra og krefjandi greiningarverkefna sem varða fjárhagslega hagsmuni borgarinnar og borgarbúa. Samstæða Reykjavíkurborgar veltir rúmlega 155 milljörðum árlega og stærð efnahagsreiknings er rúmlega 535 milljarðar króna.

Áhættumatsdeild ber ábyrgð á fjárhagslegum áhættugreiningum m.a. á tillögum, verkefnum, skuldbindingum og lagafrumvörpum sem geta haft veruleg áhrif á fjárhag borgarinnar og fyrirtækja hennar, þ.m.t. Orkuveitu Reykjavíkur sef. og Félagsbústaða hf. Deildin ber jafnframt ábyrgð á þróun aðferða við mat á fjárhagslegum áhættum borgarsjóðs
(A-hluta borgarinnar) og tekur ríkan þátt í stefnumótun um fjármálastjórn og fjárhagslega áhættustýringu borgarsjóðs.

Sækja umNánari upplýsingar

Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar hjá Eflingu - VIRK

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður í samvinnu við Eflingu leitar að ráðgjafa í 100% starf með starfsstöð í Reykjavík. Um er að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði.

Sækja umNánari upplýsingar

Fjárhagslegar áhættugreiningar - deildarstjóri með mikla greiningarhæfni og færni í stærðfræði og tölfræði

Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða áhugasaman og metnaðarfullan einstakling í starf deildarstjóra í áhættumatsdeild skrifstofunnar. Um er að ræða litla deild sem gegnir mikilvægu hlutverki við úrlausn fjölbreyttra og krefjandi greiningarverkefna sem varða fjárhagslega hagsmuni borgarinnar og borgarbúa. Samstæða Reykjavíkurborgar veltir rúmlega 155 milljörðum árlega og stærð efnahagsreiknings er rúmlega 535 milljarðar króna.

Áhættumatsdeild ber ábyrgð á fjárhagslegum áhættugreiningum m.a. á tillögum, verkefnum, skuldbindingum og lagafrumvörpum sem geta haft veruleg áhrif á fjárhag borgarinnar og fyrirtækja hennar, þ.m.t. Orkuveitu Reykjavíkur sef. og Félagsbústaða hf. Deildin ber jafnframt ábyrgð á þróun aðferða við mat á fjárhagslegum áhættum borgarsjóðs
(A-hluta borgarinnar) og tekur ríkan þátt í stefnumótun um fjármálastjórn og fjárhagslega áhættustýringu borgarsjóðs.

Starf deildarstjóra felur í sér mannaforráð yfir tveimur starfsmönnum en lögð er áhersla á að viðkomandi sé faglega sterkur og taki virkan þátt í úrlausn verkefna deildarinnar.

Sækja umNánari upplýsingar

Viðskiptastjóri - Endurmenntun Háskóla Íslands

Við leitum að einstaklingi sem býr yfir mikilli samstarfshæfni, sýnir frumkvæði og sjálfstæði í síbreytilegu og spennandi umhverfi og er tilbúinn að takast á við krefjandi starf.

Sækja umNánari upplýsingar

Rekstrarstjóri - Eldisstöðin Ísþór ehf.

Eldisstöðin Ísþór ehf. í Þorlákshöfn leitar að rekstrarstjóra fyrir félagið. Leitað er að kraftmiklum stjórnanda sem bera mun ábyrgð á daglegum rekstri félagsins og framtíðaruppbyggingu.

Eldisstöðin Ísþór ehf framleiðir laxaseiði sem sett er í sjó við strendur Íslands. Félagið er í jafnri eigu Fiskeldis Austfjarða hf. og Arnarlax hf. Í eldisstöð félagsins í Þorlákshöfn eru framleidd árlega um 3 milljónir seiða en áætlanir eru uppi um verulega stækkun á stöðinni samhliða auknu laxeldi á Íslandi. 

Sækja umNánari upplýsingar

Deildarstjóri í verkfæradeild - BAUHAUS

BAUHAUS leitar að deildarstjóra í verkfæradeild.

Sækja umNánari upplýsingar

Fulltrúi í þjónustuveri - VIRK

Við leitum að lausnamiðuðum og þjónustulunduðum fulltrúa til starfa við þjónustuver á upplýsingatæknisviði VIRK. Um nýtt starf er að ræða og kemur viðkomandi til með að taka þátt í mótun á nýju þjónustuveri.

Sækja umNánari upplýsingar

Læknaritari - VIRK

Við leitum að löggiltum læknaritara til starfa á mats- og þjálfunarsviði VIRK.

Sækja umNánari upplýsingar

Sérfræðingur - VIRK

Við leitum að öflugum sérfræðingi með þekkingu á tölfræði og gagnavinnslu auk menntunar og reynslu sem nýtist við þróun og rannsóknir á sviði starfsendurhæfingar.

Sækja umNánari upplýsingar