Störf í boði

Framkvæmdastjóri - Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra. Starfið felst í að bera ábyrgð á og annast daglegan rekstur sjóðsins í samráði við stjórn sjóðsins. Skrifstofa Framleiðnisjóðs er á Hvanneyri í Borgarfirði og hefur framkvæmdastjóri fasta viðveru þar. Jafnframt fylgja nokkur ferðalög starfinu vegna funda í Reykjavík og í sveitum landsins.

Til greina kemur að starfið verði unnið sem hlutastarf og getur starfshlutfall því verið 50-100% eftir samkomulagi. Einnig kemur til greina að starfshlutfall sé breytilegt eftir árshlutum, þar sem umsvif sjóðsins eru nokkuð sveiflukennd yfir árið. Vinnutilhögun og vinnutími verður eftir nánara samkomulagi við stjórn.

 

Sækja umNánari upplýsingar

Forstöðumaður tæknideildar

Héðinn hf. óskar eftir að ráða í starf forstöðumanns tæknideildar. Við leitum að reynslumiklum stjórnanda með góða faglega þekkingu.

 

Á tæknideild Héðins starfa um 20 mann.  Helstu verkefni tæknideildar eru hönnun og verkefnisstýring á tækjabúnaði til fiskimjöls- og lýsisvinnslu.

Héðinn hefur sterka stöðu í fiskimjölsiðnaði við Norður Atlantshaf og er að klára uppsetningu á stórri verksmiðju í Egersund í Noregi þar sem hönnun á verksmiðju og búnaði var öll á höndum Héðins.

Á undanförnum árum hefur Héðin þróað byltingakenndan búnað sem kallast HPP og er ætlaður um borð í fiskiskip og við fiskvinnslur þar sem allt hráefni er nýtt.  Héðinn hefur afhent 10 slíkar verksmiðjur víða um heim og stefnir á stóraukna framleiðslu á þeim búnaði.

Sækja umNánari upplýsingar

Aðgengisátak ÖBÍ

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) eru heildarsamtök fatlaðs fólks, öryrkja, einstaklinga með langvinna sjúkdóma og aðstandenda þeirra. Aðildarfélög bandalagsins eru 43 talsins. Hlutverk ÖBÍ er að vinna að samfélagslegu réttlæti, bættum lífsgæðum og kjörum auð þess að vera stefnumótandi í réttindamálum hagsmunahópsins.Öflun og miðlun þekkingar er mikilvægur þáttur í starfseminni. Þá tekur ÖBÍ þátt í erlendu samstarfi. Nánari upplýsingar er að finna á obi.is.

Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir tveimur starfsmönnum í tímabundin hlutastörf við átaksverkefni á sviði aðgengismála á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Samanlagt er gert ráð fyrir 100% starfshlutfalli sem skiptist á milli starfsmanna eftir samkomulagi. Átaksverkefnið mun standa yfir í sex mánuði.

Aðgengi um almannarými og byggingar hefur batnað til muna undanfarin ár. Þó þarf að gera miklu betur. ÖBÍ hyggst taka út aðgengi víða í samfélaginu og leggja til úrbætur þar sem við á. Markmiðið er að vekja athygli stjórnvalda, stjórnsýslu og almennings á málaflokknum um mikilvægi aðgengis fyrir alla.

Úttektir verða gerðar á völdum byggingum ætluðum almenningi. Unnið er eftir hugmyndafræði algildrar hönnunar með notkun gátlista. Starfsmenn fá fræðslu og þjálfun áður en úttektir hefjast. Unnið er í nánu samstarfi við skrifstofu ÖBÍ, málefnahóp ÖBÍ um aðgengismál og starfsmann hans.  Gert er ráð fyrir að annar starfsmaðurinn haldi utan um verkefnið, skrifi skýrslur og sjái um skjalavörslu en þeir fari saman í úttektir. Önnur verkefni taka mið af menntun, reynslu og áhuga.

Sækja umNánari upplýsingar

Sölu- og þjónustufulltrúi - Tandur

Tandur hf. var stofnað árið 1973 og hefur verið leiðandi í framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætisvörum til fyrirtækja og stofnana. Áhersla fyrirtækisins er að veita faglega og framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til viðskiptaaðila. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu fyrirtækisins, www.tandur.is

 

Vegna aukinna umsvifa óskar Tandur hf.  eftir að ráða öflugan sölu- og þjónustufulltrúa.

 

Sækja umNánari upplýsingar

Bæjarritari - Árborg

Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir bæjarritara. Bæjarritari verður staðgengill bæjarstjóra og viðbót við öflugt stjórnendateymi Árborgar. Staða bæjarritara hefur ekki verið mönnuð hjá Árborg hin síðustu ár og því mun nýr starfsmaður að nokkru móta starfið. Miklar breytingar standa fyrir dyrum í stjórnsýslu og skipulagi sveitarfélagsins í ljósi áherslu á stafræna þróun og vegna vaxtar sveitarfélagsins. Því er leitað að skapandi og úrræðagóðum starfsmanni sem er tilbúinn að gegna lykilhlutverki í að leiða framfarir í tækni- og upplýsingamálum.

Sækja umNánari upplýsingar

Verkefnisstjóri - Árborg

Sveitarfélagið Árborg auglýsir stöðu verkefnisstjóra í þróun snemmtækrar íhlutunar.  Verkefnisstjórinn verður ráðinn til félagsþjónustu sveitarfélagsins en vinnur náið með skólum, skólaþjónustu, frístundasviði og heilsugæslu Selfoss. Á undaförnum árum hefur verið unnið að styrkingu á snemmtækri íhlutun í sveitarfélaginu en nú verður stigið enn stærra skref í þróun þverfaglegrar samvinnu. Leitast er við að grípa  snemma inn í mál barna í vanda og fjölskyldna þeirra og vinna að forvörnum. Til að ná þessu fram er unnið í teymum með áherslu á samstarf ólíkra fagstétta og stofnana.  Mikil áhersla er lögð á valdeflingu og þátttöku einstaklinga við ákvarðanatöku í eigin málum.

 

Sækja umNánari upplýsingar

Slökkviliðsstjóri -

Væntanlegt byggðasamlag um brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda óskar eftir að ráða slökkviliðsstjóra. Tilgangur byggðasamlagsins er að að fara með skipulag, yfirstjórn, þjálfun vegna slökkviliða og eldvarnareftirlits á starfssvæðinu. 

Starfssvæðið er Árneshreppur, Dalabyggð, Kaldraneneshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Íbúar á starfssvæðinu eru 1545.

Sækja umNánari upplýsingar

Söluráðgjafi - Lífland

Söluráðgjafi á landbúnaðarsviði

Lífland óskar eftir öflugum söluráðgjafa til starfa á landbúnaðarsviði fyrirtækisins. Um er að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf sem felur m.a. í sér sölu á fóðri og öðrum landbúnaðarvörum til bænda.

Sækja umNánari upplýsingar

Fulltrúi á skrifstofu - Verkfræðingafélag Íslands

Verkfræðingafélag Íslands leitar að fulltrúa á skrifstofu í fullt starf

Sækja umNánari upplýsingar

Verslunarstjóri

Innflutnings- og þjónustufyrirtæki leitar að öflugum og framsæknum einstaklingi til að sjá um rekstur verslunar þeirra í Reykjavík.

Sækja umNánari upplýsingar

Kerfisfræðingar

Hefur þú þekkingu og reynslu af kerfisstjórnun? Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir aðilum sem hafa reynslu af kerfisstjórnun fyrir hin ýmsu fyrirtæki/stofnanir.

Sækja umNánari upplýsingar

Bókhald

Vegna fjölda fyrirspurna leitum við að bókurum fyrir hin ýmsu fyrirtæki.

Sækja umNánari upplýsingar