Störf í boði

Forstjóri - Eimskip

Eimskip óskar eftir að ráða forstjóra. Félagið býður öflugum leiðtoga spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi. Viðkomandi þarf að búa yfir framsýni og krafti til að leiða Eimskip áfram inn í framtíðina.

Forstjóri stýrir daglegum rekstri, mótar stefnu í samráði við stjórn og ber ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá félaginu starfar.

Sækja umNánari upplýsingar

Mannauðsstjóri - Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan mannauðsstjóra til að leiða stefnumörkun og framkvæmd mannauðsþjónustu á velferðarsviði. Mannauðsstjóri heyrir undir sviðsstjóra velferðarsviðs og situr í yfirstjórn sviðsins.  

Sækja umNánari upplýsingar

Framkvæmdastjóri - SSH

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu  eru pólitískur og faglegur samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Megináherslur og verkefni í starfi SSH snúast um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, samgöngumál, rekstur byggðasamlaga og skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk, sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins, sem og tilfallandi verkefni sem tengjast samstarfi sveitarfélaganna hverju sinni.

Fjölbreytt verkefnaflóra er að talsverðu leyti leyst í samstarfi við utanaðkomandi ráðgjafa og sérfræðinga, og á hverjum tíma eru starfandi verkefna- og samráðshópar vegna margvíslegra samstarfsverkefna aðildarsveitarfélaganna.

Hlutverk framkvæmdastjóra SSH er að vinna með stjórn samtakanna að framgangi og farsælli úrvinnslu verkefna sem tengjast ofangreindu, auk samskipta við ráðuneyti, opinberar stofnanir og einstök aðildarsveitarfélög samtakanna.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu  eru pólitískur og faglegur samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Megináherslur og verkefni í starfi SSH snúast um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, samgöngumál, rekstur byggðasamlaga og skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk, sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins, sem og tilfallandi verkefni sem tengjast samstarfi sveitarfélaganna hverju sinni.

Fjölbreytt verkefnaflóra er að talsverðu leyti leyst í samstarfi við utanaðkomandi ráðgjafa og sérfræðinga, og á hverjum tíma eru starfandi verkefna- og samráðshópar vegna margvíslegra samstarfsverkefna aðildarsveitarfélaganna.

Hlutverk framkvæmdastjóra SSH er að vinna með stjórn samtakanna að framgangi og farsælli úrvinnslu verkefna sem tengjast ofangreindu, auk samskipta við ráðuneyti, opinberar stofnanir og aðildarsveitarfélög samtakanna.

Sækja umNánari upplýsingar

Framúrskarandi fagaðilar - VIRK

VIRK leitar að fagaðilum sem hafa bæði menntun og viðamikla klíníska reynslu sem sjúkraþjálfarar, sálfræðingar, félagsráðgjafar eða iðjuþjálfar.  Sérfræðingar VIRK koma að ákvörðunum í málum einstaklinga í þjónustu VIRK og þurfa að geta haldið utan um krefjandi og flókin verkefni. Þeir taka virkan þátt í þróunarvinnu og verða að sýna sveigjanleika í starfi sínu.

Sækja umNánari upplýsingar

Skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafa - Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir öflugum, metnaðarfullum og framsýnum leiðtogum í starf skrifstofustjóra hjá Barnavernd Reykjavíkur. Um er að ræða nýtt stjórnunarstarf í kjölfar skipulagsbreytinga. Leiðarljós Barnaverndar Reykjavíkur er að veita framúrskarandi þjónustu við börn og fjölskyldur í vanda. Hjá Barnavernd starfa hæfir sérfræðingar og lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun, forvarnir og vandaða málsmeðferð. Barnavernd Reykjavíkur starfar í umboði barnaverndarnefndar Reykjavíkur en rekstur Barnaverndar heyrir undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Sækja umNánari upplýsingar

Skrifstofustjóri skrifstofu stjórnsýslu - Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir öflugum, metnaðarfullum og framsýnum leiðtogum í starf skrifstofustjóra hjá Barnavernd Reykjavíkur. Um er að ræða nýtt stjórnunarstarf í kjölfar skipulagsbreytinga. Leiðarljós Barnaverndar Reykjavíkur er að veita framúrskarandi þjónustu við börn og fjölskyldur í vanda. Hjá Barnavernd starfa hæfir sérfræðingar og lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun, forvarnir og vandaða málsmeðferð. Barnavernd Reykjavíkur starfar í umboði barnaverndarnefndar Reykjavíkur en rekstur Barnaverndar heyrir undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Sækja umNánari upplýsingar

Verkefnastjóri - Sólar

Sólar er eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins. Við erum sérhæfð í ræstingum og tengdri þjónustu fyrir hótel, fyrirtæki og stofnanir. Hjá okkur starfa rúmlega 330 frábærir starfsmenn og við leggjum áherslu á að vera góður vinnustaður þar sem starfsfólk á þess kost að vaxa í starfi. Sólar er aðili að Stjórnvísi félagi um framsækna stjórnun, Festu miðstöð um samfélagsábyrgð og UN Global Compact. Þá höfum við síðustu ár verið á meðal framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo.

 

Sólar ehf. óskar eftir að ráða öflugan liðsmann til starfa hjá félaginu, viðkomandi mun vinna að verkefnum þvert á deildir. Óskum eftir jákvæðum og skipulögðum liðsmanni til að sinna ýmsum spennandi  verkefnum s.s. verkefnastjórnun vegna hugbúnaðarþróunar, vinnu við stærri útboð, ýmis aðstoð við söludeild ásamt verkefnum tengdum gæðakerfi félagsins.

Sólar hefur verið í örum vexti undanfarin ár og ætlar að halda áfram að vaxa. Leitað er að starfsmanni sem er tilbúinn að takast á við þær áskoranir sem fylgja vexti fyrirtækisins og er reiðubúinn að axla aukna ábyrgð.

 

Sækja umNánari upplýsingar

Verkefnastjóri - LarsEn Energy Branding

LarsEn Energy Branding (www.larsen.energy) leitar að liðsfélaga. Við erum sérhæfðir ráðgjafar í vörumerkjastjórnun. Flestir okkar viðskiptavinir eru erlend orkufyrirtæki í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum.  Við vinnum einnig fyrir nokkur íslensk fyrirmyndarfyrirtæki undir vörumerkinu Brandr (www.brandr.is)

Til viðbótar við ráðgjafastörf heldur LarsEn einnig alþjóðlega ráðstefnu, þá einu sinnar tegundar í heiminum (www.branding.energy). Á ráðstefnunni er fjallað er um vörumerkjastjórnun og markaðssetningu innan alþjóðlega orkugeirans. Viðburðinn sækja valdamestu einstaklingar innan orkugeirans á heimsvísu.

Um er að ræða fjölbreytt starf hjá vaxandi fyrirtæki og miklir möguleikar á að vaxa í starfi. Óskað er eftir starfsmanni til að a) vinna náið með framkvæmdastjóra fyrirtækisins, dr. Friðrik Larsen að ýmsum sérverkefnum, b) sinna ráðgjafastörfum.  Friðrik er lektor í HÍ, fyrrum formaður Ímark og eini einstaklingurinn í heiminum með doktorsgráðu í ‘energy branding’.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Frumskilyrði: Háskólagráða í markaðsfræðum.
  • Reynsla af markaðsmálum eða vörumerkjastjórnun. 
  • Góð íslensku-og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Sjálfstæð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum.

Ef óskað er nánari upplýsinga um starfið þá vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið info@larsen.energy

Sækja umNánari upplýsingar

Bókhald

Vegna fjölda fyrirspurna leitum við að bókurum fyrir hin ýmsu fyrirtæki.

Sækja umNánari upplýsingar