Störf í boði

Verkefnastjóri greininga - Íslandsstofa

Samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir auglýsir eftir verkefnastjóra greininga. Verkefnastjóri ber ábyrgð á upplýsingaöflun og framsetningu á framlagi Íslands til loftslagsmála, þ.á m. forsögu, markmiðum og aðgerðum sem miða að kolefnishlutleysi árið 2040. Í starfinu felst einnig kortlagning og framsetning á íslenskum grænum lausnum til útflutnings. Um er að ræða spennandi starf með tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýstofnaðs samstarfsvettvangs sem fæst við eitt brýnasta verkefni samtímans

Sækja umNánari upplýsingar

Starfsmaður í iðgjalda- og lífeyrisdeild - Almenni Lífeyrissjóðurinn

Almenni lífeyrissjóðurinn óskar eftir starfsmanni í iðgjalda- og lífeyrisdeild sjóðsins. Um er að ræða fullt starf sem felst m.a. í samskiptum við sjóðfélaga og vinnuveitendur sem greiða til sjóðsins, innheimtu iðgjalda og vinnu við lífeyrisúrskurði.

Sækja umNánari upplýsingar

Bókari - Félagsbústaðir

Félagsbústaðir óska eftir að ráða vanan bókara til starfa á fjármálasviði sem fyrst. Fjármálasvið fer með fjármálastjórn félagsins, gerð og eftirfylgni með fjárhagsáætlunum, úrvinnslu upplýsinga, launamál, uppgjör og fl.

Sækja umNánari upplýsingar

Sérfræðingur á rekstrarsviði - Landhelgisgæsla Íslands

Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingi til að slást í öflugan starfsmannahóp Landhelgisgæslunnar. Viðkomandi þarf að vera traustur, með ríka þjónustulund og geta tekist á við krefjandi verkefni. Starfsstöð viðkomandi er í Reykjavík.

Sækja umNánari upplýsingar

Leitum eftir smiðum, byggingarfræðingum eða reynslu úr byggingariðnaði

Vegna aukinna umsvifa viðskiptavinar okkar leitum við eftir byggingarfræðingum eða aðilum með iðnmenntun og reynslu af byggingariðnaði til þess að takast á við störf í sölu á vörum fyrir byggingariðnað. Vinnutími er frá kl. 8-17. 

Nánari upplýsingar veitir

Yrsa G. Þorvaldsdóttir, yrsa@hagvangur.is

Sækja umNánari upplýsingar

Mannauðsstjóri - RÚV

RÚV leitar að öflugum mannauðsstjóra til að framfylgja stefnu RÚV í mannauðsmálum.

Sækja umNánari upplýsingar

Verkefnastjóri - SSV

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) óska eftir að ráða verkefnastjóra. Viðkomandi starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi.

Sækja umNánari upplýsingar

Bókhald

Vegna fjölda fyrirspurna leitum við að bókurum fyrir hin ýmsu fyrirtæki.

Sækja umNánari upplýsingar