Störf í boði

Framkvæmdastjóri - Ístex

Ístex er ullarvinnslufyrirtæki með höfuðstöðvar í Mosfellsbæ, sem hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Ístex er eina fyrirtækið á Íslandi sem safnar ull beint frá bændum og vinnur úr henni lopa og band. Fyrirtækið rekur ullarþvottastöð á Blönduósi og spunaverksmiðju í Mosfellsbæ. Vörur fyrirtækisins eru seldar um allan heim í gegnum umboðsmenn. Undir vörumerki Ístex, Lopa, er t.a.m. seldur Léttlopi, Plötulopi, Álafossopi, Einband og Bulkylopi. Fyrirtækið framleiðir einnig vélprjónaband og stendur fyrir útflutningi á óunninni ull og framleiðslu ullarteppa.

Rekstrartekjur fyrirtækisins á árinu 2016 voru um 920 milljónir kr og hjá því störfuðu milli 40 og 50  starfsmenn.

Ull íslensku sauðkindarinnar hefur aðlagað sig að veðurfari og aðstæðum frá landnámi. Hún hefur haldið hita á íslensku þjóðinni í gegnum aldirnar og er einstök á heimsvísu.

Framkvæmdastjóri

Ístex leitar að öflugum framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri fyrirtækisins.  Leitað er að framsýnum og drífandi einstaklingi til að halda öflugri uppbyggingu fyrirtækisins áfram. 

Sækja umNánari upplýsingar

Upplýsingafulltrúi - ISAVIA

Isavia leitar að kraftmikilli manneskju með fjölbreytta reynslu í starf upplýsingafulltrúa.  Upplýsingafulltrúi starfar náið með öðrum stjórnendum og starfssviðum félagsins að upplýsingagjöf til ytri aðila.  Hann annast öll samskipti við fjölmiðla og kemur að mótun samskiptaáætlunar félagsins, annast gerð fréttatilkynninga, greinaskrif á innri og ytri vef félagsins og kemur að skipulagningu funda, ráðstefna ofl.

Sækja umNánari upplýsingar

Framkvæmdastjóri - Steinull hf.

Steinull hf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Leitað er að öflugum einstaklingi í krefjandi og mikilvægt stjórnunarstarf, þar sem frumkvæði, samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð fá að njóta sín.


Steinull hf. hefur frá 1984 framleitt hágæða steinullareinangrun úr íslenskum hráefnum  með endurnýjanlegri íslenskri orku í verksmiðju sinni á Sauðárkróki. Framleiðslan er gæðavottuð samkvæmt ISO 9001:2015 og umhverfisvottuð samkvæmt ISO14001:2004. Afurðir verksmiðjunnar eru bæði seldar á innanlandsmarkaði og fluttar út. Framleitt er allan sólarhringinn á þrískiptum vöktum frá mánudegi til föstudags og eru starfsmenn 36.

 

Sækja umNánari upplýsingar

VERKEFNISSTJÓRI á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina - Íslandsstofa

Hlutverk Íslandsstofu er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins. Jafnframt veitir Íslandsstofa fyrirtækjum faglega aðstoð við sölu á vörum, þjónustu   og þekkingu erlendis og styður við kynningu á íslenskri menningu ytra.

Sækja umNánari upplýsingar

Sölumaður í gluggadeild - Glerborg

Glerborg óskar eftir að ráða sölumann í gluggadeild félagsins.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sölumennsku skilyrði
  • Þekking á byggingariðnaði
  • Frumkvæði og eftirfylgni
  • Gott skipulag og eljusemi

Sækja umNánari upplýsingar

Byggingaverk- byggingatæknifræðingur - Höfuðborgarsvæðið

Verktaka- og þjónustufyrirtæki á höfðuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða byggingaverkfræðing/-tæknifræðing til starfa.

Hugmyndaauðgði, skapandi hugsun og frumkvæði nýtist vel í starfinu.

Sækja umNánari upplýsingar