Störf í boði

Verkefnisstjóri á Þróunarsviði - Landsvirkjun

Í starfinu felst verkefnastjórnun í umhverfisdeild, gerð áætlana og samninga um umhverfisrannsóknir. Viðkomandi mun taka þátt í að skipuleggja og stýra gróðurvistfræðirannsóknum, vinna við kolefnisbókhald fyrirtækisins, sinna vöktun á umhverfisáhrifum starfseminnar og fylgjast með virkni mótvægisaðgerða. Starfið
felur í sér vinnu við úrlausn verkefna víðsvegar um landið.

Sækja umNánari upplýsingar

Framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Stjórn Vestfjarðastofu ses. auglýsir eftir framkvæmdastjóra til þess að leiða starfsemi Vestfjarðastofu sem tók til starfa 1. desember sl.  Vestfjarðastofa varð til við sameiningu verkefna sem áður heyrðu undir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf.  

Sækja umNánari upplýsingar

Gjaldkeri í fjármálafyrirtæki

Öflugt fyrirtæki í hröðum vexti óskar eftir að ráða gjaldkera með mikla skipulagsfærni og haldbæra reynslu af bókhaldi vegna aukinna umsvifa. 

Sækja umNánari upplýsingar

Aðstoðarlagerstjóri

Eitt stærsta og öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins óskar eftir aðstoðarvöruhúsastjóra til starfa í vöruhús sitt á höfuðborgarsvæðinu.

 

Sækja umNánari upplýsingar

Bókari - Bókhaldsþjónusta

Bókhaldsþjónusta á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða reyndan bókara.

Sækja umNánari upplýsingar

Hjúkrunarforstjóri Silfurtúns

Staða hjúkrunarforstjóra Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal er laus til umsóknar. Silfurtún er lítið heimili með 13 íbúum.  Búðardalur er í 160 km fjarlægð frá Reykjavík. Stefnt er að því að viðkomandi hefji störf 1. febrúar 2018.

Sækja umNánari upplýsingar

Vélahönnuður - Héðinn

Héðinn hf. óskar eftir að ráða öflugan vélahönnuð til starfa. Margvísleg verkefni eru framundan sem snúa aðallega að eigin vörum fyrirtækisins, en einnig að sérverkefnum fyrir viðskiptavini. Unnið er í alþjóðlegu umhverfi en viðskiptavinir fyrirtækisins eru bæði hér á landi og erlendis.

Sækja umNánari upplýsingar

Rekstrarstjóri kaffihúsa - Kaffitár

Kaffitár hefur um árabil boðið Íslendingum og gestum landsins upp á úrvals kaffi og kruðerí.
Kaffitár rekur 7 kaffihús á höfuðborgarsvæðinu.

Við leitum nú að öflugum rekstrarstjóra kaffihúsa.

Sækja umNánari upplýsingar