Góð ráð

Margar ástæður geta verið fyrir því að starfsmaður ákveður að skipta um starf; persónulegar og faglegar ástæður, breytingar á vinnustað - eða jafnvel skortur á breytingum. Burtséð frá því hvaða ástæður liggja að baki ákvörðun þinni um að skipta um starf má leita liðsinnis Hagvangs og gætum við ávallt fyllsta trúnaðar við meðhöndlun umsóknar þinnar.


Ef þú ert nýútskrifuð/aður
... getur þú miðað starfsleit þína við það nám sem þú hefur lokið, þau verkefni sem þú hefur leyst eða efni lokaverkefnis. Sumarstörf, störf með vinnu, félagsstörf og áhugamál geta ennfremur verið áhugaverð fyrir verðandi atvinnuveitanda.

Ef þér hefur verið sagt upp
... má líta á það sem fyrsta skrefið í átt að nýju starfi. Ef til vill þurfti þetta til að þú komist í draumastarfið? Íhugaðu hvar er skynsamlegt að næsta skref verði, hvað gekk vel í síðasta starfi og hvað gekk illa. Hvernig hefur reynslan styrkt þig?

Ef þér leiðist eða finnur þig ekki
... getur það verið til marks um að þú þurfir nýjar áskoranir eða jafnvel róttæka breytingu. Hvar eru spennandi verkefni? Hvaða þekkingu þarf í því umhverfi? Hvernig getur þú bætt upp þá þekkingu sem þig vantar - eða bætt við þig þekkingu?

Ef þú hefur meiri metnað
... en þú færð fullnægt í núverandi stöðu, þá ættirðu ef til vill að leita á önnur mið. Þá geturðu tryggt þér að í nýju starfi færðu í raun þá auknu ábyrgð sem þú sækist eftir - og hefur þörf fyrir.