EMA Partners - Alþjóðleg ráðningarþjónusta

EMA Partners International, stofnað 1988, eru ein af stærstu samtökum ráðningarfyrirtækja i heiminum með 50 skrifstofur í 37 löndum og yfir 200 sérhæfða ráðgjafa á sínum vegum. EMA Partners International sérhæfa sig í stjórnendaráðningum en þær ráðningar ganga oftast undir nafninu ,,hausaveiðar" (headhunting). Á árinu 2007 var Hagvangi boðið að gerast aðili að samtökunum að undangengnu ströngu mati á okkar vinnubrögðum, þekkingu á vinnumarkaðnum og áreiðanleika. Formlega var gengið frá aðildinni á alþjóðlegum fundi í Barcelona á Spáni í október sama ár. Með þessu samstarfi opnast nýir möguleikar fyrir viðskiptavini okkar hvað varðar aðstoð Hagvangs við leit að stjórnendum víðs vegar í heiminum því tengslanet og þekking sérfræðinga EMA er um allan heim.

Ráðningarfyrirtækin innan EMA vinna eftir samræmdum aðferðum og gerðar eru strangar kröfur um hæfni og reynslu þeirra sem starfa undir merkjum samtakanna. Við ráðningu stjórnenda er mikil vinna lögð í valferlið. Unnið er mjög náið með viðskiptavininum og lögð er áhersla á persónulega og faglega þjónustu.

Þetta er mikill heiður og áskorun fyrir Hagvang sem lítur björtum augum til þessa samstarfs. Við erum þess fullviss að það gagnist bæði íslenskum viðskipavinum okkar sem og erlendum fyrirtækjum sem framsæknir Íslendingar vilja ljá starfskrafta sína og öðlast áhugaverð starfstækifæri á erlendum vettvangi.

Nánari upplýsingar um þessa þjónustu veitir Sverrir Briem