Almenn umsókn

Athygli er vakin á því að ekki eru öll störf auglýst. Mikilvægt er því að leggja inn almenna umsókn til að koma til skoðunar fyrir þau störf sem ekki birtast á heimasíðu okkar.

Leggja inn umsókn
 
 

Í yfir 40 ár hefur milliganga Hagvangs skilað þúsundum Íslendinga nýjum og spennandi atvinnutækifærum, sem í sumum tilfellum hafa verið upphafið af glæstum og farsælum starfsferli. Með því að fylla út almenna umsókn hjá Hagvangi opnarðu dyrnar fyrir því að þú sláist í þennan góða hóp.

Mikill meirihluti þeirra starfa sem Hagvangur ræður í eru aldrei auglýst, einfaldlega vegna þess að fyrirtækin vita að við höfum beinan aðgang að miklum fjölda afburða starfsfólks í gegnum gagnagrunn okkar.

Hagvangur byggir áratuga farsæld sína á trúnaði við umsækjendur, vandvirkni í allri vinnu og viðmóti sem grundvallast á virðingu og vinsemd. Við erum þakklát öllum þeim fjölda umsækjenda og fyrirtækja sem hafa treyst okkur í gegnum tíðina og munum halda áfram að leggja okkur fram um að þjóna þeim af heilindum.

Þeir sem fylla út almenna umsókn stofna aðgang að ráðningakerfi okkar og geta fylgst með stöðu þeirra starfa sem sótt er um í gegnum Mínar síður í kerfinu. Eins má þar breyta upplýsingum, uppfæra og skipta út fylgigögnum.

  • Með skráningunni heimilar umsækjandi Hagvangi að skrá upplýsingarnar í tölvu og leita staðfestingar á sannleiksgildi þeirra. Umsækjandi ber ábyrgð á að upplýsingarnar séu sannar og réttar og settar fram samkvæmt bestu vitund. 
  • Sértu ekki lengur í atvinnuleit þarft þú að gera umsókn þína óvirka.
  • Hagvangur ábyrgist að farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær meðhöndlaðar samkvæmt lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.