Ráðningar

Starfsmannaval er eitt af því sem hefur einna mest áhrif á afkomu fyrirtækja. Þess vegna er mikilvægt að vanda til þegar velja skal starfsmann í laust starf. Það er að sama skapi mikilvæg ákvörðun sem einstaklingar standa frammi fyrir þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang. Hvernig sem á þetta er litið er hagsmunum beggja, þ.e. einstaklingsins og fyrirtækisins, best borgið þannig að valinn maður sé í hverju rúmi.

Gagnkvæmur trúnaður og persónuleg þjónusta er í öndvegi hjá okkur. Hagvangur / EMA Partners ábyrgist að farið verði með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær meðhöndlaðar samkvæmt lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk kýs að vera á skrá hjá ráðningarfyrirtæki.
Við leggjum mikla áherslu á trúnað og meðhöndlum þína umsókn eftir aðstæðum hverju sinni.

Í einföldu máli má segja að fjórar leiðir séu farnar til þess að finna rétta starfsmanninn:

  1. Eingöngu er leitað í gagnagrunni Hagvangs án þess að starfið sé nokkurn tíma auglýst. 
  2. Starfið er auglýst á heimasíðu Hagvangs. Í þeim tilfellum leita ráðgjafar í gagnagrunni og yfirfara allar umsóknir sem berast í kjölfar auglýsingar.
  3. Starfið er auglýst í dagblaði og á heimasíðu Hagvangs. Ráðgjafar fara þá fyrst og fremst yfir þær umsóknir sem berast í kjölfar auglýsingar.
  4. Starf er ekki auglýst og er eingöngu stuðst við tengslanet og haft samband við þann aðila sem áhugaverður þykir fyrir viðkomandi stöðu. Leit sem þessi er gjarnan notuð fyrir leit að stjórnendum og sérfræðingum.

Ráðgjafar

Geirlaug Jóhannsdóttir

Inga S. Arnardóttir

Rannveig Jóna Haraldsdóttir

Sverrir Briem

Þórir Þorvarðarson

Gyða Kristjánsdóttir