Úttektir

Mannauðsstjórnun er safn aðferða og vinnubragða sem hafa það að markmiði að hámarka frammistöðu og starfsánægju starfsfólks og skilvirkni starfsheildarinnar til lengri tíma. Stefnumiðuð mannauðsstjórnun tengir stjórnun mannauðsmála við rekstarleg markmið og heildarstefnu fyrirtækisins.

Megintilgangur mannauðsstjórnunar er að tryggja að innan fyrirtækisins sé til staðar nægt hæft starfsfólk sem getur tekist á við þau verkefni sem vinna þarf á hverjum tíma, sem og að virkja áhuga, þekkingu og hæfni starfsfólks á þann veg að mestur árangur náist til skemmri og lengri tíma. Aðgerðir í mannauðsstjórnun miða því að því að auka virði starfsmanna fyrir fyrirtækið. 

Ráðgjafar Hagvangs taka að sér að greina stöðu mannauðsstjórnunar hjá fyrirtækjum.  Kortlagðir eru helstu þættir mannauðsstjórnunar, skoðað hvað hefur verið gert og hvað ekki og greindir helstu styrkleikar, tækifæri, veikleikar og ógnanir fyrirtækisins á þessu sviði.  Lagt er mat á hvaða þætti er mikilvægt fyrir fyrirtækið að leggja áherslu á og í framhaldi gerð verkáætlun þar sem verkefnum er forgangsraðað út frá þörfum fyrirtækisins.