Markþjálfun

Til þess að ná árangri þurfa stjórnendur að þekkja eigin styrkleika, veikleika og huga að eigin líðan og frammistöðu.  

Ráðgjafar Hagvangs taka að sér einstaklingsmiðaða þjálfun og/eða handleiðslu fyrir stjórnendur.  Slík þjálfun getur gagnast nýjum stjórnendum sem vantar tímabundið stuðning og stjórnendum sem vilja auka leiðtogahæfni sína.  Ráðgjöfin er sérsniðin að þörfum hvers stjórnanda en m.a. er byggt á ítarlegum greiningum á styrkleikum og veikleikum viðkomandi.  Í þjálfuninni er notast við ýmsar árangursríkar aðferðir s.s. markþjálfun, verkefnavinnu, sértæka ráðgjöf og markvissa eftirfylgni.