Fyrirtækjamenning

Fyrirtækjamenning snýst í stuttu máli um hvernig fyrirtæki og hópar innan þess leysa vandamál. Hér skipta óskrifaðar reglur miklu máli um hvernig ákvarðanir eru teknar, hverjir vilja og þora taka ábyrgð, hvernig stjórnunarstíll sé vænlegastur til árangurs, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Ráðgjafar Hagvangs aðstoða fyrirtæki við að greina núverandi fyrirtækjamenningu, hvað starfssvið, deildir og skrifstofur fyrirtækisins eiga sameiginlegt og hvernig þau eru ólík. Ólíkar aðferðir innan fyrirtækis við að vinna úr vandamálum geta skapað erfiðleika og núning, en með markvissri greiningu og ráðgjöf er hægt að vinna með þessar ólíku aðferðir á þann hátt að það styrki fyrirtækið og stuðli að samofnari og öflugri fyrirtækjamenningu.

Sérstök áhersla er lögð á menningarmun milli landa sem nýtist fyrirtækjum með starfsemi erlendis, fyrirtækjum í útflutningi, ferðaþjónustufyrirtækjum og fyrirtækjum með marga erlenda starfsmenn.

Stjórnendur taka virkan þátt í innleiðingarferlinu. Markmið ráðgjafarinnar er að byggja á grunni og styrkleikum hverrar einingar og flétta þannig saman öfluga fyrirtækjamenningu sem tengist náið stefnu og markmiðum fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar: 

Guðjón Svansson