Fræðslumál

Í síbreytilegu umhverfi á vinnumarkaði er mikilvægt að huga vel að fræðslumálum.  Það eru sameiginlegir hagsmunir atvinnurekenda og starfsmanna að auka hæfni á vinnustaðnum. 

Hagvangur býður upp á ráðgjöf um fræðslumál fyrir fyrirtæki og stofnanir.  Ráðgjöfin snýr m.a. að greiningu þarfa fyrir fræðslu, hönnun fræðsluáætlunar ásamt eftirfylgni og árangursmati. 

Vönduð móttaka nýs starfsfólks er mikilvæg.  Hagvangur veitir ráðgjöf um móttöku nýs starfsfólks, hönnun og innleiðingu á starfsfóstrakerfi.