Siðareglur

Að undanförnu hefur orðið mikil vitundarvakning varðandi þá háttsemi sem rétt og eðlilegt er að viðhafa á vinnustað. Siðareglur fyrirtækja og stofnana eru mikilvægar leiðbeiningar fyrir starfsmenn. Þær byggja upp traust á vinnustað og fela í sér jákvætt orðspor.

Þá eru siðareglur mikilvæg yfirlýsing fyrirtækja og stofnana um hvers konar háttsemi þau vilja viðhafa á sínum vinnustað.  Siðareglur eru bæði mikilvægar sem fyrirbyggjandi úrræði og ekki síður sem verkfæri til að takast á við krefjandi aðstæður sem geta komið upp.

Hagvangur býður upp á ráðgjöf við uppsetningu á siðareglum sem og við innleiðingu þeirra í fyrirtæki og stofnanir.  Þá býður Hagvangur upp á fræðslu á sviði siðfræði og siðareglna.