Samningatækni

Náðu meiri árangri í þínum samningaviðræðum

Atvinnulífið í heild er röð samningaviðræðna á degi hverjum og sterk eigin geta til að loka samningi skiptir sköpum um árangur í starfi. 

Hagvangur býður nú upp á námskeið sem færir þér eða þínu starfsfólki dýrmæt verkfæri til að ná auknum árangri í samningaviðræðum.

Á námskeiðinu verða kynntar leiðir áhrifaríkrar samningatækni og hvernig hægt er að stuðla að lausnamiðaðri nálgun við lausn mála.

Um er að ræða hagnýtt námskeið sem miðar að því styrkja þátttakendur í þeirri vegferð þeirra að ná árangri í samningaviðræðum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Markvissan undirbúning fyrir samningaviðræður.
  • Hagnýtar aðferðir við uppbyggingu á árangursríku samningaferli.
  • Tækni til að mæta ólíkum samningamönnum.
  • Hvernig hægt er að ná árangri í samningaviðræðum.    

Ávinningur þinn:

  • Meiri árangur í samningaviðræðum.
  • Aukið sjálfstraust til að takast á við krefjandi aðstæður.
  • Aukinn sannfæringarmáttur í samningaviðræðum.
  • Beiting skapandi hugsunar við úrlausn mála.  

Leiðbeinendur:

Elmar Hallgríms Hallgrímsson er framkvæmdastjóri hjá Torg ehf., sem rekur m.a. Fréttablaðið. Hann er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið þaðan meistaraprófi í fjármálum og í viðskiptasiðfræði. Elmar lærði m.a. samningatækni við University of Pennsylvina í Bandaríkjunum þar sem hann lauk LL.M gráðu. Elmar var um árabil lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann kenndi m.a. samningatækni, sáttamiðlun, lögfræði og fjármál. Hann er nú stundakennari við Lagadeild HÍ auk þess að sinna kennslu í MBA námi skólans. Þá er Elmar þjálfari hjá Dale Carnegie

Gyða Kristjánsdóttir er sérfræðingur í mannauðsmálum og ráðningum hjá Hagvangi. Hún er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótum frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en í náminu lagði hún sérstaka áherslu á mannauðs- og markaðsmál. Gyða hefur annast kennslu í samningatækni og sáttamiðlun við Háskóla Íslands sem og Háskólann á Bifröst.

Nánari upplýsingar veitir: Gyða Kristjánsdóttir - gyda@hagvangur.is

Næsta námskeið verður haldið í Hagvangi, Skógarhlíð 12, 25. september 2018.

Tímasetning 8.30 - 12.30.

Verð: 39.900 kr.

 

Skráning:

The control has thrown an exception.