Samningatækni

Námskeið í samningatækni

Við bjóðum upp aðsniðin námskeið í samningatækni. Farið er yfir lykilþætti í árangursríkri samningatækni, samningaferlið, framsetningu, akkerisáhrifin og fleiri hagnýt atriði. Mikil áhersla er lögð á hvernig er hægt að loka samningaviðræðum. Hvernig hægt er að beita skapandi hugsun í samningaviðræðum og ljúka krefjandi samningaviðræðum. Þá verður vikið að aðferðum sem hægt er að horfa til þegar ólíkum samningamönnum er mætt í samningaferlinu. 


Aðstoð við samningagerð

Við bjóðum upp á ráðgjöf í beinni aðkomu í samningagerð. Um er að ræða aðstoð við stjórnendur í samningaviðræðum. Aðkoma okkar getur verið á öllum stigum samningaferilsins, hvort sem það er strax í upphafi þegar undirbúningur á sér stað eða á síðari stigum. Hægt er að fá óbeina aðstoð ráðgjafa í samningaviðræðunum, sem og beina – ss inní viðræðurnar sjálfar.

Ráðgjafar:

Elmar Hallgríms Hallgrímsson er framkvæmdastjóri hjá Torg ehf., sem rekur m.a. Fréttablaðið. Hann er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið þaðan meistaraprófi í fjármálum og í viðskiptasiðfræði. Elmar lærði m.a. samningatækni við University of Pennsylvina í Bandaríkjunum þar sem hann lauk LL.M gráðu. Elmar var um árabil lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann kenndi m.a. samningatækni, sáttamiðlun, lögfræði og fjármál. Hann er nú stundakennari við Lagadeild HÍ auk þess að sinna kennslu í MBA námi skólans. Þá er Elmar þjálfari hjá Dale Carnegie

Gyða Kristjánsdóttir er sérfræðingur í mannauðsmálum og ráðningum hjá Hagvangi. Hún er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótum frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en í náminu lagði hún sérstaka áherslu á mannauðs- og markaðsmál. Gyða hefur annast kennslu í samningatækni og sáttamiðlun við Háskóla Íslands sem og Háskólann á Bifröst.

 

The control has thrown an exception.