Ráðningar

Starfsmannaval er eitt af því sem hefur einna mest áhrif á afkomu fyrirtækja.  Þess vegna er mikilvægt að vanda til þegar velja skal starfsmann í laust starf.  Ráðgjafar Hagvangs hafa mjög mikla reynslu af ráðningum, opinberum og á einkamarkaði auk þess að stýra og taka þátt í valnefndum. 


Ráðgjafar Hagvangs veita fyrirtækjum ráðgjöf á öllum stigum þegar kemur að ráðningu.  Hagvangur sér um ráðningaferlið í heild sinni eða hluta ferils, s.s. prófanir, viðtöl eða ráðgjöf vegna hans. Ráðgjöf í ráðningarferli snýr til dæmis að gerð ráðningasamninga, gerð starfslýsingar, ráðgjöf í tengslum við viðtal og viðtalstækni, launaráðgjöf og í raun alla þá ráðgjöf sem hægt er að veita sem viðkemur ráðningarferli sem slíku.