10 vikur

Heilsuhreysti, aukin afköst í vinnu og meiri orka fyrir þig og þína

Næsta 10 vikna orkustjórnunarnámskeið Hagvangs hefst miðvikudaginn 13. september 2017. Valið er úr hópi umsækjenda. Upplýsingar um fyrirkomulag veitir Guðjón Svansson, gudjon@hagvangur. 

10 vikna orkustjórnunarnámskeið Hagvangs er hannað fyrir metnaðarfulla stjórnendur og starfsmenn sem upplifa of mikla streitu í lífi sínu, finnst þeir eyða of miklum tíma í að bregðast við stanslausu áreiti og fái lítinn frið til að sinna mikilvægustu verkefnum sínum.

Þátttakendafjöldi á hverju 10 vikna námskeiði takmarkast við 8 einstaklinga. 

Námskeiðið samanstendur af vinnustofum, einstaklingsviðtölum og daglegu aðhaldi í þær tíu vikur sem námskeiðið stendur yfir.

 

Hér að neðan eru nokkur ummæli þátttakenda á síðasta 10 vikna orkustjórnunarnámskeiði:

Gott námskeið sem gerir mann meðvitaðri um að ná stjórn á aðstæðum. Stundum er eins og vinnan og tímaþröng séu að gleypa mann en þarna fæst bjargráð sem gott er bæði að grípa til og eins tileinka sér. 

Mér fannst þetta mjög gott tækifæri til að endurhugsa það sem maður er að gera. Góður stuðningur frá hópnum.

Hentar mjög vel einstaklingum sem hafa mikið að gera og eru undir miklu álagi.  

Skemmtilegt og fræðandi. Margt nýtt og ferskt!

Orkupásurnar á milli fyrirlestra/umræðna voru snilld. 

Ég finn hvað orkuvenjurnar gera mér gott og ætla að halda í þá góðu tilfinningu.

Gott utanumhald og leiðbeinendur setja málefnin í raunhæft samhengi við það sem flestir eru að kljást við dags daglega. 

Mjög góð blanda af kennsluaðferðum. Virkar vel að nota alvöru orkupásur!

Hvatning til þátttöku og tjáningar.

Á námskeiðinu hjálpum við þér að snúa blaðinu við þannig að þú náir góðri stjórn á streitu, líðan, verkefnum og einbeitingu. Talsverð áhersla verður lögð á hvíld, næringu og reglulega hreyfingu meðan á námskeiðinu stendur – grunninn að öflugri orkustjórnun. Einnig verður farið ítarlega yfir hvernig best er að skapa þannig aðstæður að hægt sé að einbeita sér að mikilvægum verkefnum, stýra eigin tilfinningum í stað þess að láta aðra gera það og nálgast vinnu og verkefni þannig að þau fylli mann orku. 

Að námskeiðinu loknu er markmiðið að hver þátttakandi hafi innleitt 5-6 öflugar orkuvenjur sem leiði til þess að viðkomandi: 

  • skili mun meiri afköstum í vinnu (á sama eða styttri tíma)
  • sé ánægðari og yfirvegaðri í vinnunni og heima fyrir
  • hafi stóraukið heilsuhreysti sína
  • hafi meiri orku til að sinna áhugamálum sínum, fjölskyldu og vinnu 

Vinnustofurnar eru haldnar í húsnæði Hagvangs kl. 6.30 - 9.30 (morgunvinnustofur). Einstaklingsviðtölin fara einnig fram hjá Hagvangi, tímasetning er samkvæmt samkomulagi við hvern og einn.

Ráðgjafar Hagvangs velja úr hópi umsækjenda þátttakendur á námskeiðið. Aðeins þeir sem hafa mikinn metnað og vilja til að auka afköst sín og daglega orku koma til greina sem þátttakendur.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Svansson  

Ráðgjafar