Orkustjórnun

Orkustjórnun Hagvangs er svar við stressi og því mikla áreiti sem nútímamaðurinn þarf að kljást við daglega.

Orkustjórnun snýst um að auka gæði vinnu, afköst og framlegð fyrirtækja og stofnanna og um leið að auka starfsgleði og heilbrigði stjórnenda og starfsmanna. Orkustjórnun snýst um að vera einbeittur í því sem maður fæst við hverju sinni, vinna hratt og vel, skapa meira á minni tíma og fá umbun við hæfi fyrir.

Góð orkustjórnun skilar sér í:

  • heilbrigðari, ánægðari og öflugri starfsmanni
  • auknum afköstum og framlegð í fyrirtækinu
  • færri fjarvistum, betri móral, minni starfsmannaveltu
  • öflugra baklandi starfsmanns - meiri tími og orka með maka og fjölskyldu


Væntingar mínar til námskeiðsins voru að  finna leiðir til að auka orkuna yfir daginn í annars kerfjandi starfi. Það hefur komið skemmtilega á óvart hvað hægt er að gera til að svo megi verða, orkuvenjurnar taka ekki frá mér tíma heldur eru þær endurnærandi og veita kraft til að takast á við verkefni dagsins. Hver og einn þátttakandi velur sínar orkuvenjur og með góðri leiðsögn og eftirfylgni leiðbeinanda eru þær klárlega að skila sér í amstri dagsins. Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, fræðslustjóri, Sjóvá

Fróðlegt og áhugavert efni sem veltir upp mörgu og vekur til umhugsunar. Ég er að finna og innleiða venjur sem henta mér og hjálpa mér að bæta mig í daglegu lífi og starfi. Fjölbreyttar kennsluaðferðir.  Jóhann Helgi Sigurðsson, forstöðumaður, Eimskip 

 Margar góðar hugmyndir hafa komið upp á morgunvinnustofunum sem gott er að hafa bak við eyrað. Flottir leiðbeinendur og gott aðhald. Stuttu orkupásurnar eru að gera alveg helling fyrir mig og ég næ að fá vinnustaðinn með mér, margir farnir að bíða eftir að klukkan verði 11 og 14!  ​Ragnheiður Gunnarsdóttir, lyfjafræðingur, Lyfjaver

Ráðgjafar Hagvangs veita alhliða ráðgjöf á sviði orkustjórnunar en ráðgjafar okkar hafa innleitt orkustjórnun hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum.