Orkustjórnun

Orkustjórnun Hagvangs er svar við stressi og því mikla áreiti sem nútímamaðurinn þarf að kljást við daglega.

Orkustjórnun snýst um að auka gæði vinnu, afköst og framlegð fyrirtækja og stofnanna og um leið að auka starfsgleði og heilbrigði stjórnenda og starfsmanna. Orkustjórnun snýst um að vera einbeittur í því sem maður fæst við hverju sinni, vinna hratt og vel, skapa meira á minni tíma og fá umbun við hæfi fyrir.

Góð orkustjórnun skilar sér í:

 • heilbrigðari, ánægðari og öflugri starfsmanni
 • auknum afköstum og framlegð í fyrirtækinu
 • færri fjarvistum, betri móral, minni starfsmannaveltu
 • öflugra baklandi starfsmanns - meiri tími og orka með maka og fjölskyldu


Væntingar mínar til námskeiðsins voru að  finna leiðir til að auka orkuna yfir daginn í annars kerfjandi starfi. Það hefur komið skemmtilega á óvart hvað hægt er að gera til að svo megi verða, orkuvenjurnar taka ekki frá mér tíma heldur eru þær endurnærandi og veita kraft til að takast á við verkefni dagsins. Hver og einn þátttakandi velur sínar orkuvenjur og með góðri leiðsögn og eftirfylgni leiðbeinanda eru þær klárlega að skila sér í amstri dagsins. Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, fræðslustjóri, Sjóvá

Fróðlegt og áhugavert efni sem veltir upp mörgu og vekur til umhugsunar. Ég er að finna og innleiða venjur sem henta mér og hjálpa mér að bæta mig í daglegu lífi og starfi. Fjölbreyttar kennsluaðferðir.  Jóhann Helgi Sigurðsson, forstöðumaður, Eimskip 

 Margar góðar hugmyndir hafa komið upp á morgunvinnustofunum sem gott er að hafa bak við eyrað. Flottir leiðbeinendur og gott aðhald. Stuttu orkupásurnar eru að gera alveg helling fyrir mig og ég næ að fá vinnustaðinn með mér, margir farnir að bíða eftir að klukkan verði 11 og 14!  ​Ragnheiður Gunnarsdóttir, lyfjafræðingur, Lyfjaver

Ráðgjafar Hagvangs veita alhliða ráðgjöf á sviði orkustjórnunar en ráðgjafar okkar hafa innleitt orkustjórnun hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum.

 

Heilsuhreysti, aukin afköst í vinnu og meiri orka fyrir þig og þína

Næsta 10 vikna orkustjórnunarnámskeið Hagvangs hefst miðvikudaginn 13. september 2017. Valið er úr hópi umsækjenda. Upplýsingar um fyrirkomulag veitir Guðjón Svansson, gudjon@hagvangur. 

10 vikna orkustjórnunarnámskeið Hagvangs er hannað fyrir metnaðarfulla stjórnendur og starfsmenn sem upplifa of mikla streitu í lífi sínu, finnst þeir eyða of miklum tíma í að bregðast við stanslausu áreiti og fái lítinn frið til að sinna mikilvægustu verkefnum sínum.

Þátttakendafjöldi á hverju 10 vikna námskeiði takmarkast við 12 einstaklinga. Námskeiðið samanstendur af vinnustofum, einstaklingsviðtölum og daglegu aðhaldi í þær tíu vikur sem námskeiðið stendur yfir.

 

Hér að neðan eru nokkur ummæli þátttakenda á síðasta 10 vikna orkustjórnunarnámskeiði:

Gott námskeið sem gerir mann meðvitaðri um að ná stjórn á aðstæðum. Stundum er eins og vinnan og tímaþröng séu að gleypa mann en þarna fæst bjargráð sem gott er bæði að grípa til og eins tileinka sér. 

Mér fannst þetta mjög gott tækifæri til að endurhugsa það sem maður er að gera. Góður stuðningur frá hópnum.

Hentar mjög vel einstaklingum sem hafa mikið að gera og eru undir miklu álagi.  

Skemmtilegt og fræðandi. Margt nýtt og ferskt!

Orkupásurnar á milli fyrirlestra/umræðna voru snilld. 

Ég finn hvað orkuvenjurnar gera mér gott og ætla að halda í þá góðu tilfinningu.

Gott utanumhald og leiðbeinendur setja málefnin í raunhæft samhengi við það sem flestir eru að kljást við dags daglega. 

Mjög góð blanda af kennsluaðferðum. Virkar vel að nota alvöru orkupásur!

Hvatning til þátttöku og tjáningar.

Á námskeiðinu hjálpum við þér að snúa blaðinu við þannig að þú náir góðri stjórn á streitu, líðan, verkefnum og einbeitingu. Talsverð áhersla verður lögð á hvíld, næringu og reglulega hreyfingu meðan á námskeiðinu stendur – grunninn að öflugri orkustjórnun. Einnig verður farið ítarlega yfir hvernig best er að skapa þannig aðstæður að hægt sé að einbeita sér að mikilvægum verkefnum, stýra eigin tilfinningum í stað þess að láta aðra gera það og nálgast vinnu og verkefni þannig að þau fylli mann orku. 

Að námskeiðinu loknu er markmiðið að hver þátttakandi hafi innleitt 5-6 öflugar orkuvenjur sem leiði til þess að viðkomandi: 

 • skili mun meiri afköstum í vinnu (á sama eða styttri tíma)
 • sé ánægðari og yfirvegaðri í vinnunni og heima fyrir
 • hafi stóraukið heilsuhreysti sína
 • hafi meiri orku til að sinna áhugamálum sínum, fjölskyldu og vinnu 

Vinnustofurnar eru haldnar í húsnæði Hagvangs kl. 6.30 - 9.30 (morgunvinnustofur). Einstaklingsviðtölin fara einnig fram hjá Hagvangi, tímasetning er samkvæmt samkomulagi við hvern og einn.

Ráðgjafar Hagvangs velja úr hópi umsækjenda þátttakendur á námskeiðið. Aðeins þeir sem hafa mikinn metnað og vilja til að auka afköst sín og daglega orku koma til greina sem þátttakendur.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Svansson  

Orkustjórnun fyrir stjórnendur og starfsmenn

Virkjum vinnustaðinn snýst um orkustjórnun fyrir stjórnendur og starfsmenn á sama vinnustað.

Þátttakendur fá kynningu á orkustjórnun, greiningu á þörfum sínum og taka þátt í vinnustofum sem settar eru upp með þarfir þeirra í huga. Á milli vinnustofa innleiða þátttakendur orkuvenjur sem miða að því að auka orku þeirra og afköst í vinnu og heima.

Dæmi um vinnustofur: 

 • Orkupásur. Stuttar og öflugar vinnupásur veita hvíld frá verkefnum dagsins og skapa aukaorku. 
 • Góða nótt. Góður svefn er lykill að góðri heilsu. Venjur fyrir svefninn skipta miklu máli.
 • Stóru málin. Hvernig maður útilokar áreiti og nær að einbeita sér að stærstu og mikilvægustu verkefnunum.
 • Úlfatíminn. Foreldrar og börn eru oft þreytt eftir langan dag í vinnu/skóla og mætast svo á heimilinu. Lausnin er einföld.
 • Matar-æði. Hvernig maður kemur sér upp góðum matarvenjum og nærir líkamann á því sem gefur orku.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Svansson  

Orkustjórnun fyrir stjórnendur

12 mánaða umbreyting er einka-orkustjórnun fyrir stjórnendur fyrirtækja. 

Umbreytingin gengur út á að gjörbreyta til hins betra daglegu lífi stjórnandans jafnt og þétt á 12 mánaða tímabili. Markmiðið er að stórauka daglega orku stjórnandans, efla heilsu og hreysti, minnka stress og draga úr álagi. 

 

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Svansson  

Orkupásur - lykillinn að öflugum degi

Orkupása er meðvitað og skipulagt hlé sem endurnýjar orku og gerir fólk einbeittara, jákvæðara og orkuríkara. Orkupásur eru aldrei mikilvægari en þegar það er mikið að gera. Þær eru vanmetnar og vilja gleymast. En þeir sem hafa náð að koma þeim meðvitað inn í vinnudaginn eru líklegri til að skila vandaðri vinnu og meiri afköstum en hinir.... lesa meira


Sumarfrí

Frí eiga að vera akkúrat það, frí. Hvíld frá þeirri vinnu sem maður sinnir dags daglega. Taktu fríið þitt alvarlega, sinntu því vel og komdu stútfull/ur af orku til baka í vinnu að fríi loknu.... lesa meira


Orkustjórnun eða ekki?

Ég fæ alls konar viðbrögð þegar ég kynni orkustjórnun fyrir fólki. Sumir sjá fyrir sér orkugeirann, rafmagn, vatnsaflsvirkjanir eða rafbíla. Aðrir tengja orkustjórnun við djúp og forn andleg fræði. Og eðlilega, orkustjórnun er orð sem býður upp á margs konar hugrenningatengsl.... lesa meiraWALK THE TALK

Ég er stigamaður, játa það hér með. Ég elska stiga og tröppur. Geri allt sem ég mögulega get til þess að komast í stiga hvar sem ég er. Því fleiri tröppur sem ég þarf að ganga upp, því betra. Ég fer nánast aldrei í lyftu, forðast þær eins og ég mögulega get. Alveg síðan ég festist, átta ára, í lyftu milli hæða í Ljósheimunum.... lesa meira


Stimpilklukkan býður góðan daginn

Bubbi Morthens gaf fyrir rúmum 35 árum út hina mögnuðu plötu Ísbjarnarblús. Á henni var lagið Þorskacharleston sem fjallaði um lífið í frystihúsinu. Nokkrar línur úr þessu lagi hafa fylgt mér síðan ég heyrði það fyrst. Lesa meira... Stigamaðurinn Ég er stigamaður, játa það hér með. Ég elska stiga og tröppur. Geri allt sem ég mögulega get til þess að komast í stiga hvar sem ég er. Því fleiri tröppur sem ég þarf að ganga upp, því betra. Ég fer nánast aldrei í lyftu, forðast þær eins og ég mögulega get. Alveg síðan ég festist, átta ára, í lyftu milli hæða í Ljósheimunum.... lesa meiraSjá allar fréttir

Ráðgjafar

Leifur Geir Hafsteinsson gegnir starfi aðstoðarframkvæmdastjóra og ráðgjafa hjá Hagvangi, þar sem hann sinnir ráðgjöf í ýmiss konar verkefnum tengdum stjórnun, mannauðsstjórnun og vinnusálfræði.

Leifur Geir er með BS próf í tæknilegri eðlisfræði frá HÍ 1994, kennsluréttindi frá HÍ 1995 og meistara- og doktorsprófi í vinnu- og skipulagssálfræði frá Virginia Tech árin 2002 og 2004.

Guðjón Svansson er ráðgjafi hjá Hagvangi. Hann sinnir ráðgjöf í orkustjórnun, fyrirtækjamenningu og liðsheildaruppbyggingu.

Guðjón er með BA próf í alþjóðasamskiptum frá Syddansk Universitet 1996 og MA í alþjóðasamskiptum frá sama háskóla 2000.

Sveina Berglind Jónsdóttir er sálfræðingur og starfar sem ráðgjafi hjá Hagvangi. Hún sinnir ráðgjöf í ýmiss konar verkefnum tengdum stjórnun, mannauðsstjórnun og vinnusálfræði.

Sveina er með BA próf í sálfræði frá HÍ 2001, MSc í vinnusálfræði frá University of Westminister 2002, Cand.psych í klínískri sálfræði, til löggildingar sem sálfræðingur 2007.