Sterkari stjórnandi

Stjórnendaþjálfun fyrir millistjórnendur með mannaforráð

Frábær þjálfun í alla staði. Það var farið yfir svo stóran grunn og hlutir settir í víðara samhengi. Allt gagnlegt!

Hagvangur býður upp á nútímalega stjórnendaþjálfun sem hentar sérstaklega vel fyrir nýja millistjórnendur.  Þjálfunin miðast við þarfir 21. aldarinnar og byggir á ítarlegri greiningu á styrkleikum og veikleikum viðkomandi sem gerð er í upphafi þjálfunar.  Hver stjórnandi vinnur út frá sínum eigin niðurstöðum í vinnustofunum og lögð er áhersla á hagnýtar æfingar.


Þekktu sjálfan þig
Persónuleikamat og einstaklingsviðtal í vikunni 18. – 21. apríl

Stjórnendaþjálfunin hefst á því að hver þátttakandi svarar ítarlegu stjórnendamati frá Hogan Assessment sem byggir á þrenns konar persónuleikamati. Um er að ræða pakka fyrir stjórnendur sem vilja aukinn árangur og bætt sjálfstraust í starfi. Í kjölfar þess fær hver þátttakandi markþjálfunarviðtal við ráðgjafa þar sem ráðgjafi fer yfir niðurstöðurnar með viðkomandi, setur þær í samhengi við vinnutengdar aðstæður og vinnuna sem framundan er. 

 

Vinnustofa #1: Áskoranir stjórnenda
4 klst, 26. apríl kl. 9:00 – 13:00

Vinnustofan fjallar um hlutverk millistjórnandans og dagleg viðfangsefni hans í tengslum við stjórnun fólks. Kynntar og æfðar eru hagnýtar leiðir sem stjórnendur geta nýtt til að virkja og hvetja starfsmenn sína.

 • Millistjórnendur, hlutverk þeirra og áhrif, s.s. markmiðasetning, skipulagning, hvatning, upplýsingamiðlun og ákvarðanataka
 • Ráðningarferli og mat á umsækjendum
 • Móttaka og þjálfun nýliða
 • Frammistöðumat, endurgjöf og hvatning starfsmanna
 • Þjálfun starfsmanna

 

Vinnustofa #2: Samskipti og erfið starfsmannamál
4 klst, 3. maí kl. 9:00 – 13:00

Vinnustofan fjallar um árangursríkar leiðir til að takast á við erfið starfsmannamál s.s. samskiptavanda, agamál og óánægju.

 • Ábyrgð hvers og eins þegar kemur að samskiptum og mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin samskiptatækni
 • Farið yfir mikilvægi sjálfstrausts þegar kemur að stjórnun og samskiptum almennt og unnið með sjálfstraust þáttakenda og sjálfsuppbyggingu
 • Farið vel yfir rætur samskiptavanda
 • Áhrif tilfinninga og viðbrögð í samskiptum.

Vinnustofa #3: Leiðtoginn og liðsheildin
4 klst, 10. maí kl. 9:00 – 13:00

Vinnustofan fjallar um leiðtogann, þjónandi forystu og sterka liðsheild. Stjórnendur fá þekkingu og hagnýt tæki til að byggja upp sterka liðsheild og skilvirka teymisvinnu í sínum teymum.

 • Leiðtogi vs. stjórnandi
 • Þjónustuhlutverk stjórnandans
 • Hvernig vinnum við starfsfólk á okkar band og löðum fram það besta í hverjum starfsmanni
 • Uppbygging liðsheildar
 • Skilvirk teymi 

Staður: Hagvangur, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík

Ef óskað er eftir geta þátttakendur bætt við fleiri markþjálfunartímum hjá ráðgjafa til að fylgja þjálfuninni eftir.

Leiðbeinendur: Sveina Berglind Jónsdóttir, Geirlaug Jóhannsdóttir og Leifur Geir Hafsteinsson.

Nánari upplýsingar: Guðjón Svansson, gudjon@hagvangur eða í síma 857 1169 og Sveina Berglind Jónsdóttir, sveina@hagvangur.is eða í síma 697 3325.